Innlent

Ragnheiður Elín: Tillaga VG fullkomlega fáránleg

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að að tillaga Vinstri grænna um að Ísland segi sig úr NATO sé fullkomlega fáránleg og eingöngu ætluð til að friðþægja kjósendur flokksins. Ísland er ekki á leið út úr Nató segir þingmaður Samfylkingarinnar.

Allur þingflokkur vinstri grænna auk þeirra þriggja þingmanna sem sögðu sig úr þingflokknum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að Ísland segir sig úr NATO.

Í tillögunni kemur meðal annars fram að ekki sé lengur hægt að skilgreina Nató sem varnarbandalag líkt og það var á dögum kalda stríðsins.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði að tilllagana væri ekki lögð fram til að friðþægja kjósendur flokksins heldur til að kalla fram umræðu um veru íslands í NATO.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnnar, sem á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis segir Ísland ekki á leið úr NATO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×