Lífið

Besti blússöngvari á Norðurlöndunum

Mugison fær góða dóma fyrir tónleika sína á Spot-hátíðinni í Árósum. Mynd/Stefán
Mugison fær góða dóma fyrir tónleika sína á Spot-hátíðinni í Árósum. Mynd/Stefán
Tónlistarmaðurinn Mugision fær fullt hús á dönsku tónlistarsíðunni Undertoner.dk fyrir tónleika sína á Spot-hátíðinni í Árósum sem var haldin um helgina. „Mugison er án vafa besti blússöngvari Norðurlanda. Ef það væri ekki fyrir Muddy Waters, Sonny Boy Williamson og tvo eða þrjá aðra væri hann sá besti í heiminum,“ sagði gagnrýnandinn sem gefur honum sex í einkunn af sex mögulegum.

 

„Mugison rokkaði einn með gítarinn og sannaði að rokk og ról snýst ekki um oddmjó stígvél og svartan klæðnað. Mugison var í lafandi buxum með axlabönd en samt hef ég ekki séð svona mikið magn af rokki síðan ég sá Keith Richards á risaskjá á Parken.“

 

Aðrir íslenskir flytjendur sem komu fram á Spot-hátíðinni voru Dikta, Helgi Hrafn Jónsson, rokkararnir í Ham og Dad Rocks!, sem er hugarfóstur Snævars Njáls Albertssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×