Innlent

Tíu dagar í skýrslu um kynferðisbrot innan kirkjunnar

Ólafur heitinn Skúlason biskup
Ólafur heitinn Skúlason biskup
Rannsóknarnefnd vegna kynferðisbrota innan Þjóðkirkjunnar skilar skýrslu sinni föstudaginn 10. júní.

Um er að ræða rannsóknarnefnd sem sett var á laggirnar til að kanna starfshætti og viðbrögð Þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendir Ólafi Skúlasyni biskupi um kynferðisbrot.

Rannsóknarnefndin skilar forsætisnefnd kirkjuþings skýrslunni, þar sem birtar verða rökstuddar niðurstöður og tillögur að úrbótum.

Boðað hefur verið til blaðamannafundar að morgni 10. júní þar sem nefndin kynnir skýrsluna.

Forseti kirkjuþings hefur því ákveðið að kalla kirkjuþing saman þriðjudaginn 14. júní til þess að ræða skýrslu rannsóknarnefndarinnar og taka ákvörðun um frekari aðgerðir sem nauðsynlegar kunna að vera




Fleiri fréttir

Sjá meira


×