Miðbæjarrotta í Eurovision 15. desember 2011 13:15 Stendur við stóru orðin Rósa Birgitta Ísfeld sagðist vilja taka þátt í Eurovision ef land eins og Aserbaídsjan bæri sigur úr býtum. Það kom á daginn og Rósa mun syngja lag Sveins Rúnars Sigurðssonar í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins.Fréttablaðið/Rósa „Ég var mikill Eurovision-aðdáandi þegar ég var lítil og kunni öll lögin utan að,“ segir Rósa Birgitta Ísfeld, söngkona Feldberg og Sometime. Rósa tekur þátt í forkeppni Eurovision, en hún mun syngja eitt þriggja laga Sveins Rúnars Sigurðssonar. Íris Hólm og Magni Ásgeirsson munu syngja hin lögin tvö. Rósa sagði lagið sjálft vera leyndarmál, það myndi bara koma í ljós hvernig það hljómaði, en tók skýrt fram að hún myndi ekki syngja eitthvað sem henni þætti ekki gott. Þetta væri ekki einhver Celine Dion-slagari. „Ég leyfði Einari [Tönsberg] að heyra það og hann gaf grænt ljós á það líka, fannst það bara flott.“ Seint verður sagt að Rósa geti talist með dæmigerðum Eurovision-þátttakendum. Nærtækara væri kannski að flokka hana sem dæmigerða miðbæjarrottu. Eða hvað? „Ég væri til í að taka þátt í Eurovision á næsta ári ef eitthvert skemmtilegt land vinnur keppnina. Helst land eins og Aserbaídsjan.“ Þetta sagði Rósa nefnilega í viðtali við Föstudag, fylgiblað Fréttablaðsins, daginn áður en keppnin fór fram í Ósló fyrr á þessu ári. Rósu varð að ósk sinni, Eldar & Nigar sigruðu með laginu Running Scared og þar með höfðu örlögin gripið í taumana hvað söngkonuna varðar. „Þetta var djók innan sviga, ég er í Eurovision-partíhópi sem horfir alltaf saman á keppnina og ég hugsaði af hverju ég gæti ekki farið í þessa keppni. Ég vildi hins vegar fara til einhvers spennandi lands, það er ekkert stuð að fara til Þýskalands,“ segir Rósa. Vinum Rósu þykir þátttaka hennar eilítið skondin en sjálf gefur hún lítið fyrir staðalímyndir Eurovision-keppandans, bendir meðal annars á að Halla Margrét hafi verið einn af sínum eftirlætiskeppendum og ekki hafi hún verið týpísk. „Ég horfði á undirbúningsþátt þegar Jóhanna Guðrún var að keppa og sá þegar þeir voru að setja saman sviðið. Þá velti ég því fyrir mér hvort það yrði ekki mikið ævintýri að standa á svona sviði. Ég væri allavega til í að sjá hvernig þetta er allt sett saman og kynnast því hvernig umgjörðin er í kringum þessa keppni.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira
„Ég var mikill Eurovision-aðdáandi þegar ég var lítil og kunni öll lögin utan að,“ segir Rósa Birgitta Ísfeld, söngkona Feldberg og Sometime. Rósa tekur þátt í forkeppni Eurovision, en hún mun syngja eitt þriggja laga Sveins Rúnars Sigurðssonar. Íris Hólm og Magni Ásgeirsson munu syngja hin lögin tvö. Rósa sagði lagið sjálft vera leyndarmál, það myndi bara koma í ljós hvernig það hljómaði, en tók skýrt fram að hún myndi ekki syngja eitthvað sem henni þætti ekki gott. Þetta væri ekki einhver Celine Dion-slagari. „Ég leyfði Einari [Tönsberg] að heyra það og hann gaf grænt ljós á það líka, fannst það bara flott.“ Seint verður sagt að Rósa geti talist með dæmigerðum Eurovision-þátttakendum. Nærtækara væri kannski að flokka hana sem dæmigerða miðbæjarrottu. Eða hvað? „Ég væri til í að taka þátt í Eurovision á næsta ári ef eitthvert skemmtilegt land vinnur keppnina. Helst land eins og Aserbaídsjan.“ Þetta sagði Rósa nefnilega í viðtali við Föstudag, fylgiblað Fréttablaðsins, daginn áður en keppnin fór fram í Ósló fyrr á þessu ári. Rósu varð að ósk sinni, Eldar & Nigar sigruðu með laginu Running Scared og þar með höfðu örlögin gripið í taumana hvað söngkonuna varðar. „Þetta var djók innan sviga, ég er í Eurovision-partíhópi sem horfir alltaf saman á keppnina og ég hugsaði af hverju ég gæti ekki farið í þessa keppni. Ég vildi hins vegar fara til einhvers spennandi lands, það er ekkert stuð að fara til Þýskalands,“ segir Rósa. Vinum Rósu þykir þátttaka hennar eilítið skondin en sjálf gefur hún lítið fyrir staðalímyndir Eurovision-keppandans, bendir meðal annars á að Halla Margrét hafi verið einn af sínum eftirlætiskeppendum og ekki hafi hún verið týpísk. „Ég horfði á undirbúningsþátt þegar Jóhanna Guðrún var að keppa og sá þegar þeir voru að setja saman sviðið. Þá velti ég því fyrir mér hvort það yrði ekki mikið ævintýri að standa á svona sviði. Ég væri allavega til í að sjá hvernig þetta er allt sett saman og kynnast því hvernig umgjörðin er í kringum þessa keppni.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira