Innlent

Laugavegur göngugata í sumar

Laugaveginum verður lokað frá 1. júlí til 1. ágúst
Laugaveginum verður lokað frá 1. júlí til 1. ágúst
Ákveðið var á fundi umhverfis- og samgönguráðs í dag að helga Laugaveginn gangandi vegfarendum frá 1. júlí til 1. ágúst í sumar. Ákvörðunin var samþykkt samhljóma en svæðið sem um ræðir nær frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að markmiðið sé að skapa spennandi götu mannlífs, menningar og verslunar og bæta um leið hljóðvist og loftgæði á svæðinu. Upphaflega fól tillagan í sér að götunni yrði lokað í tvo mánuði, en ákveðið var að stytta tímann eftir samráð við hagsmunaaðila og íbúa. Ákvörðunin verður síðan endurmetin eftir að götukaflinn hefur verið göngugata í tvær vikur en framkvæmdar verða talningar á vegfarendum á Laugavegi og fjölda viðskiptavina í verslunum fyrir, eftir og á meðan takmörkun umferðar stendur. Viðhorf vegfarenda, íbúa og rekstraraðila verður ennfremur kannað.

Tekið er fram í tilkynningunni að akandi vegfarendur þurfi ekki að vera uggandi um hag sinn, enda sé aðgangur enn greiður um þvergötur á svæðinu og fjölmörg bílastæði séu fyrir hendi í nálægum bílastæðahúsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×