Innlent

Starfsfólk veitingastaða og í byggingariðnaði á Íslandi selt mansali

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þau njóta matarins. En hver bjó hann til? Mynd/ Getty.
Þau njóta matarins. En hver bjó hann til? Mynd/ Getty.
Vísbendingar eru um að Ísland hafi á síðust árum orðið vettvangur mansals. Það eru einkum konur sem neyddar eru í vændi sem seldar eru mansali. Þetta segir í drögum að skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi sem innanríkisráðuneytið hefur birt. Þar kemur fram að dæmi um þolendur mansals séu ekki mörg, en vísbendingarnar séu vissulega fyrir hendi. Auk kvenna sem seldar eru í vændi sé líka vísbending um að starfsfólk á veitingastöðum og í byggingariðnaðinum sé neytt til vinnu hér á landi.

Í skýrslunni er tekið fram að baráttan gegn mansali sé forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar. Árið 2009 hafi áætlun gegn mansali verið sett fram. Í þeirri áætlun er fjallað um fyrirbyggjandi aðgerðir en líka stuðning við þolendur mansals.

Þá segir í skýrslunni að mikilvægar breytingar hafi verið gerðar á lagaumhverfi. Kaup á vændi hafi verið bannað og nektarsýningar verið bannaðar. Þá fái þolendur mansals tímabundið landvistarleyfi á Íslandi og þeim tryggð aðstoð á sama tíma.

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um að herða hámarksrefsingu við mansali úr 8 ára fangelsi í 12 ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×