Viðskipti erlent

Enn hækkar verð á gulli

Heimsmarkaðsverð á gulli heldur áfram að hækka og var í morgun komið í tæpa 1.605 dollara á únsuna. Verðið fór yfir 1.600 dollara í fyrsta sinn í sögunni í gærdag.

Sérfræðingar spá því að gull muni halda áfram að hækka í verði vegna skuldakreppunnar í Evrópu og deilna um skuldaþak hins opinbera í Bandaríkjunum. Gull hefur löngum verið talið örugg höfn fyrir fjárfesta þegar eitthvað bjátar á í heimi alþjóðlegra fjármálamarkaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×