Innlent

Áfram fundað hjá flugmönnum í dag

Samningafundi flugmanna hjá Icelandair og fulltrúa félagsins, sem hófst eftir hádegi í gær, lauk hjá ríkissáttasemjara laust fyrir klukkan eitt í nótt án þess að samkomulag næðist.

Nýr fundur hefur verið boðaður klukkan ellefu fyrir hádegi, en boðað yfirvinnubann flugmanna hefst klukkan tvö í dag, ef ekki semst fyrir þann tíma.

Að sögn Guðjóns Arngrímssonar upplýsingafulltrúa Icelandair, á yfirvinnubannið ekki að hafa áhrif á áætlun félagsins í dag , ef engar ófyrirséðar tafir verða, þannig að ekki þurfi á auka mannskap að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×