Innlent

Jarðskjálftar vestur af Grímsey

Jarðskjálftahrina varð um það bil 40 kílómetra vestur af Grímsey upp úr miðnætti og mældist snarpasti skjálftinn þrír á Richter. Nokkrir snarpir skjálftar fylgdu í kjölfarið en síðan hefur þeim farið fækkandi og styrkurinn í þeim farið dvínandi.

Um svipað leiti varð snarpur skjálfti austur af Kópaskeri og fylgdu nokkrir veikari. Í báðum tilvikum er um þekkt skjálftasvæði að ræða og hafa jarðvísindamenn ekki áhyggjur af frekari tíðindum á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×