Innlent

Engin sátt í deilu flugmanna og Icelandair

Mynd/Pjetur
Engin sátt liggur fyrir í kjaradeilu flugmanna og Icelandair. Fundur deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun og stendur enn.

Yfirvinnubann flugmanna hófst klukkan tvö í dag en félagið þurfti að fella niður nærri 20 flug í yfirvinnubanni flugmanna í síðasta mánuði. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki sé búist við röskun á áætlun félagsins enn sem komið er. Farþegar eru hins vegar hvattir til að fylgjast vel með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×