Innlent

Fundu þrjá áður óþekkta sigkalta í Mýrdalsjökli

Þrír áður óþekktir sigkatlar fundust í flugi jarðvísindamanna með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Mýrdalsjökul í gærkvöldi.

Þar af tveir þar sem jarðvísindamenn áttu ekki von á að finna sigkatla, samkvæmt bókun þyrluáhafnarinnar.

Þá höfðu katlarnir, sem fyrir voru, sigið töluvert frá því að síðast var flogið yfir svæðið. Fréttastofan hefur ekki náð sambandi við jarðvísindamenn til að fá nánari skýringu á þessum tíðindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×