Innlent

Styrkleikastuðull sólarinnar fór yfir fjóra um helgina

JMG skrifar
Sextíu prósent úfjólublárra geisla fáum við milli hálf tólf og hálf fjögur á daginn og því nauðsynlegt að vera með sólarvörn, sólgleraugu og hatt ef dvelja á lengi úti í sólinni.
Sextíu prósent úfjólublárra geisla fáum við milli hálf tólf og hálf fjögur á daginn og því nauðsynlegt að vera með sólarvörn, sólgleraugu og hatt ef dvelja á lengi úti í sólinni. Mynd úr safni
Á heiðskírum sumardögum er mikilvægt að muna eftir sólarvörn því styrkleiki sólar getur verið hættulegur ef nýta á hvern einasta sólargeisla.

Veðrið hefur leikið við landsmenn undanfarna daga og hafa útistaðir kaffihúsa, garðar og Nauthólsvíkin verið þéttsetin af sólarþyrstum Íslendingum sem vilja nýta þessa fáu sumardaga til hins ítrasta.

Húðlæknastöðin setti nýlega upp mælingu á útfjólubláum stuðli sem segir til um styrkleika sólarinnar, þeim mun hærri stuðull þeim mun hættulegri er sólin. Samkvæmt þeirra mælingum hefur sólin verið mjög sterk undanfarna daga. Til að mynda fór stuðullinn yfir fjóra um helgina sem þýðir að einstaklingur með venjulega húð megi einungis vera í um klukkutíma og korter utandyra án þess að byrja að roðna. Þá getur einstaklingur með viðkvæma húð einungis verið í um hálftíma úti án sólarvarnar ef hann vill ekki roðna.

Sextíu prósent úfjólublárra geisla fáum við milli hálf tólf og hálf fjögur á daginn og því nauðsynlegt að vera með sólarvörn, sólgleraugu og hatt ef dvelja á lengi úti í sólinni.

Hægt er að fræðast um útfjólubláan stuðul og fylgjast með styrkleika sólarinnar á heimasíðu húðlæknastöðvarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×