Innlent

Nýjustu umbrot beina sjónum að stærstu hraungosunum

Eldstöðvarnar sem sýnt hafa merki um eldvirkni að undanförnu tengjast mestu hraunflæðigosum Íslandssögunnar, Skaftáreldum og Eldgjárgosinu, og raunar einnig Veiðivatnagosinu, mesta hraunflóði sem þekkt er í jarðsögu Íslands. Slíkir atburðir eru taldir gerast í svokölluðum landrekshrinum.

Íslendingar hafa að undanförnu verið rækilegar minntir á eldvirkni landsins. Hver eldstöðin á fætur annarri hefur látið á sér kræla; Grímsvötn, Katla og nú síðast Hamarinn í Vatnajökli, en hann er talinn tengjast Bárðarbungu-eldstöðinni. Benda má að Lakagígar eru taldir hluti Grímsvatna-eldstöðvarinnar og Eldgjá er talin tengd Kötlu-eldstöðinni.

En er hér eitttvert samhengi og þurfum við hugsanlega að fara að búa okkur undir eitthvað ennþá stærra?

Jarðvísindamennirnir Helgi Björnsson, Oddur Sigurðsson og Freysteinn Sigmundsson ræða í viðtali við Stöð 2 möguleikann á stórfelldum hraungosum á svæðinu frá Mýrdalsjökli til Vatnajökuls, miðju heita reitsins undir Íslandi. Þeir taka þó skýrt fram að ekkert bendi til að slíkar hamfarir séu í uppsiglingu. Viðtölin má sjá í frétt Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Búið að rýma í Álftaveri

Búð er að rýma í Álftaveri og bæi í Höfðabrekku. Í Álftaveri var töluverður fjöldi fólks samankominn, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli, enda stóð til að ættarmót færi þar fram um helgina. Álftaver er lítil sveit í Vestur-Skaftafellssýslu, vestan við Kúðafljót og rétt austan við Mýrdalssand.

Katla virðist vera farin aftur að sofa

Litið er svo á að hræringum við Kötlu sé lokið í bili hjá Veðurstofu Íslands, en lítil sem engin skjálftavirkni hefur mælst nærri sigkötlum í Mýrdalsjökli frá miðnætti. Mikið hafði hægst um á svæðinu síðdegis í gær, en lítilsháttar skjálftavirkni mældist þó um klukkan tíu í gærkvöld.

Saga Kötlu

Katla er eitt hættulegasta eldfjall landsins og hafa hlaup úr Kötlu valdið gríðarlegu tjóni á Suðurlandi. Talið er að Katla hafi gosið um tuttugu sinnum frá landnámi en síðasta stóra gos í Kötlu varð árið 1918. Mesta hættan af Kötlugosunum liggur í jökulhlaupum.

Sigkatlar benda til að lítið gos sé hafið

Sigkatlar hafa myndast sem gæti verið í samræmi við það að lítið gos sé hafið sem ekki er komið upp á yfirborðið, segir Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni. Sigurlaug hefur þetta eftir stýrimanni á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrlan flaug yfir Mýrdalsjökul snemma í morgun. Þá sáust sigkatlarnir, en enginn gosmökkur sást.

Jarðskjálfti í Kötlu - engin vísbending um gos

Jarðskjálfti varð í Kötlu nú rétt eftir klukkan fjögur og mældist hann 3,1 á richter. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um stakan atburð sé að ræða og ekkert bendi til þess að gos sé að hefjast.

Kötlugos hugsanlega hafið

Ef þetta er gos að þá er um að ræða lítið Kötlugos, segir Sigurlaug Hjaltadóttir, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gosórói hefur mælst í Kötlu á mælum Veðurstofunnar. Sigurlaug segist vera að bíða eftir upplýsingum frá sérfræðingi sem hún sendi með þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í morgun til þess að kanna aðstæður.

Hátt í 200 manns í fjöldahjálparstöðvum

Hátt í 200 manns hafa komið saman í fjöldahjálparstöðinni á Kirkjubæjarklaustri og í Vík. Þar af eru um 180 á Kirkjubæjarklaustri en 14 í Vík, samkvæmt upplýsingum frá Kjartani Sturlusyni, framkvæmdastjóra hjá Rauða krossinum.

Hlaup í Múlakvísl - myndir

Enn og aftur létu náttúruöflin finna fyrir sér í nótt þegar hlaup hófst í Múlakvísl. Í morgun bárust svo fréttir af því að líklegast væri hafið gos í Kötlu. Meðfylgjandi myndir tók Þórir N. Kjartansson af hlaupinu klukkan átta í morgun. Smelltu á myndasafn hér að neðan til að skoða myndirnar.

Þrír greinilegir sigkatlar

„Það eru engin bein merki um eldgos. Það útilokar samt ekki að það hafi orði gos undir jöklinum. Það er mjög erfitt að skera úr um það," segir Einar Kjartansson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Einar var staddur á Vík í Mýrdal þegar Vísir talaði við hann.

Nýjar myndir af Mýrdalsjökli

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með vísindamenn frá Raunvísindastofnun og Veðurstofu Íslands yfir Mýrdalsjökul, Kötlu, Múlakvísl og Mýrdalssand í dag. Á meðfylgjandi myndum sjást tveir sigkatlar mjög vel en greinilegt er að hrun hefur orðið í miðju þeirra. Myndirnar tóku menn á vegum Landhelgisgæslu Íslands. Einar Kjartansson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði við fréttastofu í morgun að engin bein merki voru um að eldgos en hann útilokaði þó ekki að gos hafi orðið undir jöklinum. „Það er mjög erfitt að skera úr um það,“ sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×