Innlent

Olíufélög hækka verð á bensíni og díselolíu

Mynd/Vísir.
Olíufélögin N-Einn og Olís hækkuðu  bensínverð um þrjár krónur á lítrann í gærkvöldi og dísilolíuna um tvær krónur. 

Verð á bensíni og dísilolíu er nú það sama hjá báðum félögunum, eða tæpar 243 krónur lítrinn. Búast má við að hin olíufélögin hækki verðið í dag.

Bensínlítrinn kostaði um það bil 210 krónur um síðustu áramót og hefur því hækkað um um það bil 43 krónur það sem af er árinu, og dísilolían hefur hækkað ámóta mikið. Þetta er um 16 prósenta hækkun, en til samanburðar hefur bandaríska léttolían hækkað um fjögur prósent frá áramótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×