Innlent

Ísland veitir 18,5 milljónum til neyðaraðstoðar í austanverðri Afríku

Móðir bíður eftir matargjöf ásamt börnum sínum fyrir utan Dadaab flóttamannabúðirnar í Kenya.
Móðir bíður eftir matargjöf ásamt börnum sínum fyrir utan Dadaab flóttamannabúðirnar í Kenya. Mynd/AFP
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita 18,5 milljónum króna til neyðaraðstoðar í austanverðri Afríku, að tillögu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra sem hann kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Neyðarástand hefur skapast í austanverðri Afríku, einkanlega í Sómalíu, vegna hungursneyðar af völdum uppskerubrests í kjölfar þurrka og ófriðar. Sameinuðu þjóðirnar eiga í miklum erfiðleikum með að senda hjálpargögn til landsins þar sem vopnaðir hópar ráða stórum svæðum en talið er að um 11 milljónir manna á  þessum slóðum þurfi á neyðaraðstoð að halda.

Einn stærsti og hættulegasti skæruliðahópurinn hefur boðið takmarkaðan aðgang að því svæði sem hann ræður yfir, en Sameinuðu þjóðirnar segja að það sé hvergi nærri nóg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×