Innlent

Um 20 norsk skip á loðnumiðunum

Um það bil 20 norsk loðnuskip eru nú að veiðum aðeins 130 sjómílur norður af Horni, nyrst á Vestfjarðakjálkanum, en Grænlandsmegin við miðlínu á milli lögsagna Grænlands og Íslands.

Ekki er vitað um aflabrögð skipanna þar sem þau þurfa ekki að tilkynna um aflann hingað. Sjómenn á íslenskum uppsjávarskipum undrast þessar veiðar Norðmannanna, því þær séu að öllum líkindum úr stofninum sem ber uppi loðnuveiðar hér við land, en þar sem hann er í lægð, séu sumarloðnuveiðar í íslenskri lögsögu bannaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×