Innlent

Vinnsla á dekkjum liggur niðri

Lögregla rannsakar eldsupptök á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða.
Lögregla rannsakar eldsupptök á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða. Mynd/Vilhelm
Ekki verður hægt að endurvinna dekk á athafnasvæði Hringrásar fyrr en eftir tvær til þrjár vikur þar sem tætari sem notaður er til verksins eyðilagðist í brunanum.

Nýr tætari hefur verið pantaður og kemur til landsins eftir tvær til þrjár vikur segir Sigurður Arnljótsson, fjármálastjóri Hringrásar. Tækið kostar tugi milljóna, en tryggingar bæta tjónið segir Sigurður.

Starfsemi Hringrásar hefur að öðru leyti lítið raskast vegna brunans aðfaranótt 12. júlí. Lögregla rannsakar enn eldsupptök, en samkvæmt frétt RÚV í gær benda engar upplýsingar til þess að kveikt hafi verið í. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×