Erlent

Naser Khader fór í leynilega ferð til Sýrlands

Naser Khade hefur verið áberandi í dönskum stjórnmálum undanfarin ár.
Naser Khade hefur verið áberandi í dönskum stjórnmálum undanfarin ár. Mynd/AFP
Naser Khader, leiðtogi Nýja bandalagsins í Danmörku, fór í fimm daga leynilega ferð til Sýrlands í vikunni og ræddi við heimamenn um ástandið í landinu. Hvork dönsk né sýrlensk stjórnvöld vissu af ferðum hans. Khader fæddist í Sýrlandi en flutti 11 ára gamall til Danmerkur. Hann hefur verið áberandi í dönskum stjórnmálum undanfarin ár.

Khader segir ljóst að Sýrlendingar vilja ekki að erlend ríki grípi inn í með hernaðaríhlutun líkt og gert var í tilfelli Líbíu. Ljóst sé að Assad, Sýrlandsforseti, muni fyrr en síðar hrökklast frá völdum og það jafnvel fyrir atbeina hersins. Khader hefur óskað eftir fundi með utanríkisráðherra Danmerkur til að upplýsa hann um stöðuna í Sýrlandi og upplifun sína úr heimsókninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×