Innlent

Árás á Monte Carlo: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds

Mynd/Heiða Helgadóttir
Lögreglan krefst gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir karlmanni, sem sem veitti öðrum karlmanni lífshættulega áverka á hálsi, með hnífi, á veitingastaðnum Monte Carlo við Laugaveg um miðnætti.

Skömmu áður var tilkynnt um að óður maður gengi þar berserksgang og ógnaði þar manni með hnífi. Margir lögreglumenn og þrír sjúkrabílar voru sendir á vettvang, en þá hafði árásarmaðurinn þegar stungið hinn í hálsinn með þeim afleiðingum að slagæð til höfuðsins skarst í sundur. Þolandanum hafði þá þegar blætt mikið og var aðkoman skelfileg, að sögn lögreglu. Maðurinn var þegar fluttur á slysadeild Landspítalans þar sem læknum tókst að stöðva blæðinguna og er hann nú í öndunarvél á gjörgæsludeild.

Árásarvopnið er nú í rannsókn. Ekki er vitað um hvað mennnirnir deildu, en þeir voru eitthvað kunnugir. Árásarmaðurinn er tæplega fertugur með erlent ríkisfang, en þolandinn er Íslendingur á fimmtugsaldri. Lögreglan ætlar að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir árásarmanninum og er málið rannsakað sem stórfelld líkamsárás.


Tengdar fréttir

Morðtilraun á veitingahúsi í Reykjavík

Karlmaður var stunginn lífshættulega í hálsinn svo slagæð rofnaði á veitingastað við Laugaveg um miðnætti. Skömmu áður var tilkynnt um að óður maður gengi þar berserksgang , vopnaður hnífi, og ógnaði öllum innandyra.

Morðtilraunin náðist á myndband

"Þetta eru leiðindaatvik sem geta komið upp hvar sem er og það væri betra ef þau væru færri," segir Margeir Margeirsson, eigandi Monte Carlo og Mónakó á Laugavegi í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×