Innlent

Í gæsluvarðhaldi til 29. júlí

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur
Karlmaðurinn, sem veitti öðrum karlmanni lífshættulega áverka á hálsi, með hnífi, á veitingastaðnum Monte Carlo við Laugaveg um miðnætti, var úrskurðaður í tveggja vikna langt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann verður því í varðhaldi til 29. júlí næstkomandi.

Tilkynnt var um óðan mann sem gekk berserksgang og ógnaði þar manni með hnífi. Margir lögreglumenn og þrír sjúkrabílar voru á vettvang, en þá hafði árásarmaðurinn þegar stungið hinn í hálsinn með þeim afleiðingum að slagæð til höfuðsins skarst í sundur. Þolandanum hafði þá þegar blætt mikið og var aðkoman skelfileg, að sögn lögreglu. Maðurinn var þegar fluttur á slysadeild Landspítalans þar sem læknum tókst að stöðva blæðinguna og er hann nú í öndunarvél á gjörgæsludeild.

Árásarvopnið er nú í rannsókn. Ekki er vitað um hvað mennnirnir deildu, en þeir voru eitthvað kunnugir. Árásarmaðurinn er tæplega fertugur með erlent ríkisfang, en þolandinn er Íslendingur á fimmtugsaldri.


Tengdar fréttir

Árás á Monte Carlo: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds

Lögreglan krefst gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir karlmanni, sem sem veitti öðrum karlmanni lífshættulega áverka á hálsi, með hnífi, á veitingastaðnum Monte Carlo við Laugaveg um miðnætti.

Morðtilraun á veitingahúsi í Reykjavík

Karlmaður var stunginn lífshættulega í hálsinn svo slagæð rofnaði á veitingastað við Laugaveg um miðnætti. Skömmu áður var tilkynnt um að óður maður gengi þar berserksgang , vopnaður hnífi, og ógnaði öllum innandyra.

Morðtilraunin náðist á myndband

"Þetta eru leiðindaatvik sem geta komið upp hvar sem er og það væri betra ef þau væru færri," segir Margeir Margeirsson, eigandi Monte Carlo og Mónakó á Laugavegi í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×