Bjarta gullið Brynhildur Björnsdóttir skrifar 15. júlí 2011 06:00 Um daginn var ég með dóttur minni í göngutúr í miðbænum þegar við gengum fram á fallegan drykkjarfont. Hann var í laginu eins og grjóthnullungur og efst úr honum gusaðist smáspræna sem fór niður í skál í bergið og lak þaðan niður með steininum og niður á stétt sem drakk vatnið í sig. Þar sem dóttir mín fékk sér sopa vakti hún óskipta athygli erlendra ferðalanga sem horfðu á barnið og vatnið og töluðu saman í lágum hljóðum og kinkuðu kolli. Um háttatíma þetta sama kvöld gekk fjölskyldan til sinna venjulegu kvöldverka: börnin fóru í buslubað, tennur voru burstaðar við sírennsli úr kalda krananum í fimm mínútur, allir fóru á klósettið og sturtaði hver niður á eftir sér, húsbóndinn fór í langa sturtu þegar börnin voru sofnuð og húsmóðirin í freyðibað þar á eftir til að slaka aðeins á. Síðan var hent í þriðju þvottavél dagsins, uppþvottavélin sett í gang og allir gengu til náða. Okkur finnst vatnið okkar sjálfsagt. Hreint, heitt eða kalt hitar það húsin okkar, fyllir sundlaugarnar, býr til ódýra rafmagnið okkar, nærir okkur, styrkir og bætir, hreinsar og kætir. Og eins og aðrir auðlindafurstar sullum við auðlegðinni okkar kæruleysislega út í loftið til að sýna hvað við eigum mikið. Þegar ég var við nám í Englandi einhvern tíma laust fyrir aldamót var vatnið í krananum ódrekkandi og þurfti að kaupa allt drykkjarvatn í flösku. Heitt vatn varð að kaupa úr smápeningasjálfsala inni í skáp í íbúðinni. Bað var skipulagt langt fram í tímann eins og annar munaður. Vatnskostnaður heimila á Vesturlöndum á eftir að hækka gífurlega á næstu árum og áratugum og því er spáð að næstu auðlindastríð verði ekki um olíu heldur vatn. Í þriðja heiminum er skortur á hreinu vatni eitt helsta heilsufarsvandamálið og skortur á vatni almennt eitt alvarlegasta vandamál sem við er að etja. Þegar fólk kvartar yfir bágum lífskjörum hér á landi og hvað er hægt að kaupa ódýrt í matinn einhvers staðar annars staðar gleymist oft að reikna með þeim lífsgæðum að fara í sund og sturtu, vera hlýtt innanhúss, sturta niður úr klósettinu, bursta tennurnar og drekka úr krananum. Vatn er ekki eins og bensín eða veðursæld. Það er lífsnauðsyn og ekkert kemur í staðinn. Og allir sem geta drukkið hreint vatn að vild eru ríkir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Um daginn var ég með dóttur minni í göngutúr í miðbænum þegar við gengum fram á fallegan drykkjarfont. Hann var í laginu eins og grjóthnullungur og efst úr honum gusaðist smáspræna sem fór niður í skál í bergið og lak þaðan niður með steininum og niður á stétt sem drakk vatnið í sig. Þar sem dóttir mín fékk sér sopa vakti hún óskipta athygli erlendra ferðalanga sem horfðu á barnið og vatnið og töluðu saman í lágum hljóðum og kinkuðu kolli. Um háttatíma þetta sama kvöld gekk fjölskyldan til sinna venjulegu kvöldverka: börnin fóru í buslubað, tennur voru burstaðar við sírennsli úr kalda krananum í fimm mínútur, allir fóru á klósettið og sturtaði hver niður á eftir sér, húsbóndinn fór í langa sturtu þegar börnin voru sofnuð og húsmóðirin í freyðibað þar á eftir til að slaka aðeins á. Síðan var hent í þriðju þvottavél dagsins, uppþvottavélin sett í gang og allir gengu til náða. Okkur finnst vatnið okkar sjálfsagt. Hreint, heitt eða kalt hitar það húsin okkar, fyllir sundlaugarnar, býr til ódýra rafmagnið okkar, nærir okkur, styrkir og bætir, hreinsar og kætir. Og eins og aðrir auðlindafurstar sullum við auðlegðinni okkar kæruleysislega út í loftið til að sýna hvað við eigum mikið. Þegar ég var við nám í Englandi einhvern tíma laust fyrir aldamót var vatnið í krananum ódrekkandi og þurfti að kaupa allt drykkjarvatn í flösku. Heitt vatn varð að kaupa úr smápeningasjálfsala inni í skáp í íbúðinni. Bað var skipulagt langt fram í tímann eins og annar munaður. Vatnskostnaður heimila á Vesturlöndum á eftir að hækka gífurlega á næstu árum og áratugum og því er spáð að næstu auðlindastríð verði ekki um olíu heldur vatn. Í þriðja heiminum er skortur á hreinu vatni eitt helsta heilsufarsvandamálið og skortur á vatni almennt eitt alvarlegasta vandamál sem við er að etja. Þegar fólk kvartar yfir bágum lífskjörum hér á landi og hvað er hægt að kaupa ódýrt í matinn einhvers staðar annars staðar gleymist oft að reikna með þeim lífsgæðum að fara í sund og sturtu, vera hlýtt innanhúss, sturta niður úr klósettinu, bursta tennurnar og drekka úr krananum. Vatn er ekki eins og bensín eða veðursæld. Það er lífsnauðsyn og ekkert kemur í staðinn. Og allir sem geta drukkið hreint vatn að vild eru ríkir.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun