Innlent

Engin ákvörðun tekin um Eurovision - Sjonni tók upp lagið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurjón Brink hafði skilað inn framlagi í forkeppni Eurovision hér heima.
Sigurjón Brink hafði skilað inn framlagi í forkeppni Eurovision hér heima.
Engar ákvarðanir hafa verið teknar um framlag tónlistarmannsins Sigurjóns Brink í Eurovision forkeppnina þetta árið. Sigurjón varð bráðkvaddur í fyrrakvöld. Hann var höfundur lagsins og til stóð að hann myndi flytja það í keppninni.

Elísabet Linda Þórðardóttir, sem hefur veg og vanda, að skipulagningu forkeppninnar segir engar reglur koma í veg fyrir að annar höfundur taki að sér að flytja lag Sigurjóns. Skipuleggjendur keppninnar hafi rætt saman í dag og þeir hafi verið í sambandi við fjölskyldu Sigurjóns vegna málsins. Ekkert hafi þó verið ákveðið um það hvað gera eigi við lagið.

Elísabet Linda segir að til sé upptaka með flutningi Sigurjóns á laginu. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um það hvort eða þá hvenær það fari í spilun opinberlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×