Sjúklingabændur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 2. febrúar 2011 06:00 Yfirburðagæði íslenzks kjúklingakjöts hafa verið meðal helztu röksemda fyrir því að viðhalda innflutningshömlum og ofurtollum á innflutt fuglakjöt. Kjúklingabændur og stjórnvöld hafa látið í það skína að heilbrigði neytenda væri í hættu stefnt með auknum innflutningi, vegna tíðra kamfýlóbakter- og salmonellusýkinga í útlendum fuglabúum. Góður árangur náðist á tímabili í baráttunni við þessa vágesti í íslenzkum fuglabúum. Undanfarin misseri hafa salmonellu- og kamfýlóbaktersýkingar hins vegar ítrekað komið upp. Þá bregður svo við að framleiðendur vilja slaka á sjúkdómavörnum og hafa minni áhyggjur af heilsu neytenda en áður. Fréttablaðið sagði frá því í gær að fulltrúar tveggja af stærstu framleiðendunum, Matfugls og Reykjagarðs (Holtakjúklings), hefðu farið fram á það við Matvælastofnun (MAST) og landbúnaðarráðuneytið að fá að selja salmonellusýkt kjöt úr eldisfuglum, með því að fullelda það. Slíkt hefur verið bannað undanfarin ár og aðeins mátt setja á markað eldað kjöt úr sýktum sláturhópum, sem eru miklu minni en eldishóparnir. Athyglisvert er að skoða hvernig framleiðendurnir rökstyðja beiðni sína. Matthías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, vísar þannig í bréfi til ráðuneytisins til „rekstrarumhverfisins í dag" og að tap fyrirtækisins verði verulegt vegna salmonellamengunar, um 12 milljónir á hverjum smituðum kjúklingahópi. Sami Matthías sagði í Bændablaðinu vorið 2008, þegar rætt var um að leyfa innflutning á fersku kjöti samkvæmt samkomulagi Íslands og Evrópusambandsins, að sjúkdómavarnir hér á landi væru meiri en annars staðar. „Þessum miklu sjúkdómavörnum verður kastað fyrir róða þegar farið verður að flytja inn kjúklingakjöt frá Evrópulöndum," sagði Matthías. Um sama leyti birti Jarle Reiersen, framleiðslustjóri hjá Reykjagarði, grein þar sem var spurt: „Viljum við kasta okkar einstaka árangri í matvælagæðum fyrir borð undir yfirskini viðskiptafrelsis? Ef innflutningur kjúklingakjöts verður gefinn frjáls og innlend framleiðsla ekki varin með tollum eða öðrum úrræðum, verður samkeppnisstaða íslenskra kjúklingaframleiðenda mjög erfið." Síðan þessi orð féllu, hefur ekkert breytzt varðandi innflutning á fuglakjöti. Ennþá er bannað að flytja inn ferskt kjöt, allan innfluttan kjúkling verður að frysta til að koma í veg fyrir kamfýlóbakter-smit og hann verður að hafa vottorð upp á að hann sé salmonellufrír. Ofurtollarnir eru á sínum stað. Kjúklingaframleiðendur eiga því ekki í höggi við neina ósanngjarna erlenda samkeppni. Og þau rök að íslenzkur kjúklingur standi hinum innflutta framar að gæðum duga ekki lengur til að hræða neytendur frá því að kaupa innfluttar kjúklingaafurðir. Landbúnaðarráðuneytið og MAST höfnuðu óskum framleiðenda og vísuðu til þess að ef ætti að vera hægt að tryggja Íslandi sérstaka vörn gagnvart innflutningi á matvælum, sem innihalda salmonellu eða sambærilegt smit, mætti hvergi slaka á kröfum innanlands. Það merkilega við þessa niðurstöðu er að nú örlar á því að landbúnaðarráðuneytið taki afstöðu með hagsmunum neytenda, gegn sérhagsmunum framleiðenda. Það er framför. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun
Yfirburðagæði íslenzks kjúklingakjöts hafa verið meðal helztu röksemda fyrir því að viðhalda innflutningshömlum og ofurtollum á innflutt fuglakjöt. Kjúklingabændur og stjórnvöld hafa látið í það skína að heilbrigði neytenda væri í hættu stefnt með auknum innflutningi, vegna tíðra kamfýlóbakter- og salmonellusýkinga í útlendum fuglabúum. Góður árangur náðist á tímabili í baráttunni við þessa vágesti í íslenzkum fuglabúum. Undanfarin misseri hafa salmonellu- og kamfýlóbaktersýkingar hins vegar ítrekað komið upp. Þá bregður svo við að framleiðendur vilja slaka á sjúkdómavörnum og hafa minni áhyggjur af heilsu neytenda en áður. Fréttablaðið sagði frá því í gær að fulltrúar tveggja af stærstu framleiðendunum, Matfugls og Reykjagarðs (Holtakjúklings), hefðu farið fram á það við Matvælastofnun (MAST) og landbúnaðarráðuneytið að fá að selja salmonellusýkt kjöt úr eldisfuglum, með því að fullelda það. Slíkt hefur verið bannað undanfarin ár og aðeins mátt setja á markað eldað kjöt úr sýktum sláturhópum, sem eru miklu minni en eldishóparnir. Athyglisvert er að skoða hvernig framleiðendurnir rökstyðja beiðni sína. Matthías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, vísar þannig í bréfi til ráðuneytisins til „rekstrarumhverfisins í dag" og að tap fyrirtækisins verði verulegt vegna salmonellamengunar, um 12 milljónir á hverjum smituðum kjúklingahópi. Sami Matthías sagði í Bændablaðinu vorið 2008, þegar rætt var um að leyfa innflutning á fersku kjöti samkvæmt samkomulagi Íslands og Evrópusambandsins, að sjúkdómavarnir hér á landi væru meiri en annars staðar. „Þessum miklu sjúkdómavörnum verður kastað fyrir róða þegar farið verður að flytja inn kjúklingakjöt frá Evrópulöndum," sagði Matthías. Um sama leyti birti Jarle Reiersen, framleiðslustjóri hjá Reykjagarði, grein þar sem var spurt: „Viljum við kasta okkar einstaka árangri í matvælagæðum fyrir borð undir yfirskini viðskiptafrelsis? Ef innflutningur kjúklingakjöts verður gefinn frjáls og innlend framleiðsla ekki varin með tollum eða öðrum úrræðum, verður samkeppnisstaða íslenskra kjúklingaframleiðenda mjög erfið." Síðan þessi orð féllu, hefur ekkert breytzt varðandi innflutning á fuglakjöti. Ennþá er bannað að flytja inn ferskt kjöt, allan innfluttan kjúkling verður að frysta til að koma í veg fyrir kamfýlóbakter-smit og hann verður að hafa vottorð upp á að hann sé salmonellufrír. Ofurtollarnir eru á sínum stað. Kjúklingaframleiðendur eiga því ekki í höggi við neina ósanngjarna erlenda samkeppni. Og þau rök að íslenzkur kjúklingur standi hinum innflutta framar að gæðum duga ekki lengur til að hræða neytendur frá því að kaupa innfluttar kjúklingaafurðir. Landbúnaðarráðuneytið og MAST höfnuðu óskum framleiðenda og vísuðu til þess að ef ætti að vera hægt að tryggja Íslandi sérstaka vörn gagnvart innflutningi á matvælum, sem innihalda salmonellu eða sambærilegt smit, mætti hvergi slaka á kröfum innanlands. Það merkilega við þessa niðurstöðu er að nú örlar á því að landbúnaðarráðuneytið taki afstöðu með hagsmunum neytenda, gegn sérhagsmunum framleiðenda. Það er framför.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun