Innlent

Ströndinni verður breytt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Goðafoss á strandstað. Mynd/ afp.
Goðafoss á strandstað. Mynd/ afp.
Til stendur að gera breytingar á ströndinni, þar sem Goðafoss strandaði á fimmtudag, til þess að reyna að koma í veg fyrir að óhöpp af þessu tagi verði aftur. Það munu þó líða nokkur ár þangað til breytingarnar ganga í gegn, að því er fram kemur í Dagsavisen.

Til stendur að sprengja grjót undir sjónum á fjórum fimm stöðum til þess að auka dýpið úti fyrir ströndinni og breikka siglingaleiðina þannig að hún verði öruggari, segir Harald Andreassen hjá norsku strandgæslunni.

Harald segir að til standi að framkvæmdirnar fari fram á árunum 2014-2019. Hann segist ekki geta fullyrt að hægt hefði verið að koma í veg fyrir strand Goðafoss þrátt fyrir að breytingarnar væru þegar gengnar í gegn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×