Hildur: Gaman að spila á móti Keflavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 09:00 Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR. Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, hefur spilað fimm bikaúrslitaleiki og unnið bikarinn þrisvar sinnum. „Mér lýst rosalega vel á þennan leik enda er gaman að spila á móti Keflavík. Við erum búnar að vera púsla liðinu svolítið saman og höfum ekki átt bestu leikina okkar á móti þeim í vetur. Það er eitthvað til þess að laga á laugardaginn (í dag)," segir Hildur. KR varð síðast bikarmeistari fyrir tveimur árum þegar liðið vann Keflavík í úrslitaleiknum. „Það gæti verið að við kíkjum aðeins á úrslitaleikinn fyrir tveimur árum og peppum okkur aðeins upp með því. Við erum með reynslu núna af því að fara í Höllina og ég held það eigi eftir að skila okkur í þessum leik. Þær koma örugglega alveg brjálaðar enda búið að henda þeim út með silfrið tvö ár í röð. Þetta verður bara skemmtilegt," segir Hildur. „Þær eru með hrikalegan öflugan útlending og við verðum að stoppa hana. Svo eru þetta allt öflugir leikmenn. Við þurfum bara að spila okkur leik og ná upp vörninni og stemmningunni því þá erum við með nokkuð gott lið," segir Hildur. „Við vitum lítið um nýja leikmanninn þeirra því við höfum ekki spilað á móti henni. Ég hef ekki séð hana spila þannig að maður veit ekki hvað hún kemur með inn í liðið. Við vitum ekki hvort hún er að bæta Keflavíkurliðið eða bara að breikka hópinn," segir Hildur. Hrafn Kristjánsson þjálfar bæði karla- og kvennalið KR en Hildur segir að stelpurnar séu ekkert útundan þegar kemur að því að undirbúa liðin. „Við erum ekkert að rífast við strákana um þjálfarann því hann skiptir þessu bara fínt á milli okkar. Það er fín samvinna á milli liðanna enda klárum við þetta öll saman. Það verður örugglega mikil spenna og pressa á þjálfaranum eftir leik hjá okkur en ég held að það verði bara skemmtilegt fyrir hann," segir Hildur. Bandaríski leikmaðurinn Chazny Morris meiddist á dögunum en á að vera klár í leikinn í dag. Hildur er líka að verða góð af sínum meiðslum. „Það var svolítið svekkelsi að missa hana út um leið og ég var að koma til baka. Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt hjá henni og hún verður alveg með. Við eldri leikmennirnir þurfum bara að passa upp á okkur svo við verðum sprækar á laugardaginn," segir Hildur en hvað var mikilvægast þegar bikarinn kom í hús fyrir tveimur árum. „Ég held að það hafi frábær undirbúningur fram að leik og að við höfðum virkilega gaman af þessu. Vikan öll fyrir leik situr í manni á leikdegi og frábær undirbúningur hjá fólkinu í kringum liðið hefur mikil áhrif. Þá komum við bara í Höllina eins og prinsessur og vinnum leikinn," sagði Hildur í léttum tón. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Littler í úrslit annað árið í röð Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti Fleiri fréttir Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Sjá meira
Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, hefur spilað fimm bikaúrslitaleiki og unnið bikarinn þrisvar sinnum. „Mér lýst rosalega vel á þennan leik enda er gaman að spila á móti Keflavík. Við erum búnar að vera púsla liðinu svolítið saman og höfum ekki átt bestu leikina okkar á móti þeim í vetur. Það er eitthvað til þess að laga á laugardaginn (í dag)," segir Hildur. KR varð síðast bikarmeistari fyrir tveimur árum þegar liðið vann Keflavík í úrslitaleiknum. „Það gæti verið að við kíkjum aðeins á úrslitaleikinn fyrir tveimur árum og peppum okkur aðeins upp með því. Við erum með reynslu núna af því að fara í Höllina og ég held það eigi eftir að skila okkur í þessum leik. Þær koma örugglega alveg brjálaðar enda búið að henda þeim út með silfrið tvö ár í röð. Þetta verður bara skemmtilegt," segir Hildur. „Þær eru með hrikalegan öflugan útlending og við verðum að stoppa hana. Svo eru þetta allt öflugir leikmenn. Við þurfum bara að spila okkur leik og ná upp vörninni og stemmningunni því þá erum við með nokkuð gott lið," segir Hildur. „Við vitum lítið um nýja leikmanninn þeirra því við höfum ekki spilað á móti henni. Ég hef ekki séð hana spila þannig að maður veit ekki hvað hún kemur með inn í liðið. Við vitum ekki hvort hún er að bæta Keflavíkurliðið eða bara að breikka hópinn," segir Hildur. Hrafn Kristjánsson þjálfar bæði karla- og kvennalið KR en Hildur segir að stelpurnar séu ekkert útundan þegar kemur að því að undirbúa liðin. „Við erum ekkert að rífast við strákana um þjálfarann því hann skiptir þessu bara fínt á milli okkar. Það er fín samvinna á milli liðanna enda klárum við þetta öll saman. Það verður örugglega mikil spenna og pressa á þjálfaranum eftir leik hjá okkur en ég held að það verði bara skemmtilegt fyrir hann," segir Hildur. Bandaríski leikmaðurinn Chazny Morris meiddist á dögunum en á að vera klár í leikinn í dag. Hildur er líka að verða góð af sínum meiðslum. „Það var svolítið svekkelsi að missa hana út um leið og ég var að koma til baka. Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt hjá henni og hún verður alveg með. Við eldri leikmennirnir þurfum bara að passa upp á okkur svo við verðum sprækar á laugardaginn," segir Hildur en hvað var mikilvægast þegar bikarinn kom í hús fyrir tveimur árum. „Ég held að það hafi frábær undirbúningur fram að leik og að við höfðum virkilega gaman af þessu. Vikan öll fyrir leik situr í manni á leikdegi og frábær undirbúningur hjá fólkinu í kringum liðið hefur mikil áhrif. Þá komum við bara í Höllina eins og prinsessur og vinnum leikinn," sagði Hildur í léttum tón.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Littler í úrslit annað árið í röð Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti Fleiri fréttir Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Sjá meira