Sport

Bandarískur sigur í 4x400 metra boðhlaupi - Pistorius ekki með

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
LaShawn Merritt kemur fyrstur í mark.
LaShawn Merritt kemur fyrstur í mark. Nordic Photos / Getty Images
Bandaríska sveitin kom fyrst í mark í 4x400 metra hlaupi karla á HM í frjálsum í Suður-Kóreu í dag. Sveitin hljóp á tímanum 2.59,31 mínútur og varð rúmri hálfri sekúndu á undan sveit Suður-Afríku.

Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var ekki valinn í sveit þjóðar sinnar þrátt fyrir að hafa hlaupið með sveitinni í undanúrslitunum. L.J. van Zyl, sem vann til bronsverðlauna í 400 metra grindahlaupi, var valinn í liðið í hans stað.

Pistorius, sem keppir með búnað frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri, lýsti yfir miklum vonbrigðum með að hafa ekki verið valinn á Twitter-síðu sinni.

Sveit Jamaíku tryggði sér bronsverðlaun á tímanum 3.00,10 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×