Upplífgandi og sólrík sálarplata Trausti Júlíusson skrifar 22. júní 2011 11:30 Tónlist. Ég trúi á þig. Bubbi og Sólskuggarnir Ég trúi á þig er 25. sólóplata Bubba Morthens með nýju efni og fyrsta platan hans síðan Fjórir naglar kom út fyrir þremur árum. Á Fjórum nöglum voru tvö fín soul-lög, titillagið og Myndbrot, og kannski voru þau kveikjan að því að Bubbi ákvað að búa til soul-plötu. Soul, eða sálartónlist, kom fram í Bandaríkjunum um miðjan sjötta áratuginn. Hún var áberandi á þeim sjöunda og fram á þann áttunda, en féll í skuggann þegar diskóið sló í gegn. Undanfarin ár hefur sálartónlistin hins vegar verið að koma sterkari inn aftur. Það eru tólf lög á Ég trúi á þig og þó að þau séu nokkuð fjölbreytt hafa flest þeirra einkenni sálartónlistarinnar. Þannig er lagið París léttleikandi í anda Motown-útgáfunnar, Biðraðir og bomsur er hratt og kraftmikið og gæti verið úr Blues Brothers, Blik þinna augna er ósvikin sálarballaða sem hefði passað ágætlega inn í lagasafn Otis Redding, í Enginn vill elska feita stelpu erum við komin fram til áttunda áratugarins með fönkí wah-wah gítar í anda Shaft og Seinasti dansinn er sálarblús. Og svona mætti halda áfram. Sums staðar er vikið aðeins út frá sálartónlistini, t.d. í ska-laginu Slappaðu af, en það passar samt ágætlega inn í heildina. Það er greinilegt að þeir sem unnu plötuna með Bubba kunna góð skil á mismunandi afbrigðum sálartónlistarinnar. Þeir Benzín-bræður Börkur og Daði Birgissynir komu að útsetningum og Samúel Jón Samúelsson sá um útsetningar fyrir blásarana, en blásturshljóðfærin gegna mjög mikilvægu hlutverki í sálartónlist. Þetta eru allt toppmenn og eiga það reyndar sameiginlegt að hafa verið meðlimir í tímamótasveitinni Jagúar þegar hún var upp á sitt besta. Útsetningarnar eru flottar og allur hljóðfæraleikur er sömuleiðis til fyrirmyndar. Og þá komum við að söngnum. Bubbi er ekkert sérstakur sálarsöngvari, en það kemur ekki að sök. Hann syngur þetta með sínu nefi og gerir með því sálartónlistina að sinni. Dóttir hans Gréta syngur með honum lagið Háskaleikur og skilar sínu vel. Bakraddirnar eru líka fínar og þar munar ekki minnst um Kristjönu Stefánsdóttur. Bubbi er einn af bestu lagasmiðum Íslands eins og heyrðist glöggt á safnpakkanum sem hann sendi frá sér fyrir síðustu jól. Kannski eru bestu fréttirnar við Ég trúi á þig hvað lagasmíðarnar sjálfar eru sterkar. Bubbi er greinilega ekkert að missa þann hæfileika að setja saman grípandi og flott lög. Bubbi sagði frá því í viðtali að textarnir við sum laganna á Ég trúi á þig hefðu þróast úr því að vera reiðilestur yfir í lofsöng um ástina og lífið. Eins og fleiri Íslendingar hefur hann ákveðið að taka fókusinn af kreppusoranum og færa hann yfir á það sem skiptir mestu máli í lífinu. Góð ákvörðun. Fyrir vikið er þetta jákvæð og upplífgandi plata. Fín í sumarið og sólina. Niðurstaða: Fjölbreytt og vel heppnað ferðalag inn í heim sálartónlistarinnar. Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. Ég trúi á þig. Bubbi og Sólskuggarnir Ég trúi á þig er 25. sólóplata Bubba Morthens með nýju efni og fyrsta platan hans síðan Fjórir naglar kom út fyrir þremur árum. Á Fjórum nöglum voru tvö fín soul-lög, titillagið og Myndbrot, og kannski voru þau kveikjan að því að Bubbi ákvað að búa til soul-plötu. Soul, eða sálartónlist, kom fram í Bandaríkjunum um miðjan sjötta áratuginn. Hún var áberandi á þeim sjöunda og fram á þann áttunda, en féll í skuggann þegar diskóið sló í gegn. Undanfarin ár hefur sálartónlistin hins vegar verið að koma sterkari inn aftur. Það eru tólf lög á Ég trúi á þig og þó að þau séu nokkuð fjölbreytt hafa flest þeirra einkenni sálartónlistarinnar. Þannig er lagið París léttleikandi í anda Motown-útgáfunnar, Biðraðir og bomsur er hratt og kraftmikið og gæti verið úr Blues Brothers, Blik þinna augna er ósvikin sálarballaða sem hefði passað ágætlega inn í lagasafn Otis Redding, í Enginn vill elska feita stelpu erum við komin fram til áttunda áratugarins með fönkí wah-wah gítar í anda Shaft og Seinasti dansinn er sálarblús. Og svona mætti halda áfram. Sums staðar er vikið aðeins út frá sálartónlistini, t.d. í ska-laginu Slappaðu af, en það passar samt ágætlega inn í heildina. Það er greinilegt að þeir sem unnu plötuna með Bubba kunna góð skil á mismunandi afbrigðum sálartónlistarinnar. Þeir Benzín-bræður Börkur og Daði Birgissynir komu að útsetningum og Samúel Jón Samúelsson sá um útsetningar fyrir blásarana, en blásturshljóðfærin gegna mjög mikilvægu hlutverki í sálartónlist. Þetta eru allt toppmenn og eiga það reyndar sameiginlegt að hafa verið meðlimir í tímamótasveitinni Jagúar þegar hún var upp á sitt besta. Útsetningarnar eru flottar og allur hljóðfæraleikur er sömuleiðis til fyrirmyndar. Og þá komum við að söngnum. Bubbi er ekkert sérstakur sálarsöngvari, en það kemur ekki að sök. Hann syngur þetta með sínu nefi og gerir með því sálartónlistina að sinni. Dóttir hans Gréta syngur með honum lagið Háskaleikur og skilar sínu vel. Bakraddirnar eru líka fínar og þar munar ekki minnst um Kristjönu Stefánsdóttur. Bubbi er einn af bestu lagasmiðum Íslands eins og heyrðist glöggt á safnpakkanum sem hann sendi frá sér fyrir síðustu jól. Kannski eru bestu fréttirnar við Ég trúi á þig hvað lagasmíðarnar sjálfar eru sterkar. Bubbi er greinilega ekkert að missa þann hæfileika að setja saman grípandi og flott lög. Bubbi sagði frá því í viðtali að textarnir við sum laganna á Ég trúi á þig hefðu þróast úr því að vera reiðilestur yfir í lofsöng um ástina og lífið. Eins og fleiri Íslendingar hefur hann ákveðið að taka fókusinn af kreppusoranum og færa hann yfir á það sem skiptir mestu máli í lífinu. Góð ákvörðun. Fyrir vikið er þetta jákvæð og upplífgandi plata. Fín í sumarið og sólina. Niðurstaða: Fjölbreytt og vel heppnað ferðalag inn í heim sálartónlistarinnar.
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira