Innlent

Dimmuborgir friðlýstar í dag

Hverfjall og Dimmuborgir í Skútustaðahreppi verða friðlýst við hátíðlega athöfn í dag.
mynd/umhverfisstofnun
Hverfjall og Dimmuborgir í Skútustaðahreppi verða friðlýst við hátíðlega athöfn í dag. mynd/umhverfisstofnun
Dimmuborgir og Hverfjall í Skútustaðahreppi verða friðlýst í dag við hátíðlega athöfn. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra undirritar friðlýsinguna. Athöfnin fer fram við rætur Hverfjalls og inni í Dimmuborgum.

Hverfjall, sem heimamenn nefna Hverfell, er í eigu jarðarinnar Voga, og verður umsjón þess á hendi Umhverfisstofnunar. Dimmuborgir eru í eigu Landgræðslu ríkisins og verður gerður sérstakur samningu við Landgræðsluna um rekstur og umsjón þeirra.

Heildarflatarmál Hverfjallssvæðisins er 312.72 hektarar en Dimmuborga 423,5 hektarar. - kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×