Greiningarfyrirtæki telur byrðina af Icesave hóflega 14. janúar 2011 05:30 Beðið eftir úrslitunum. Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um Icesave í fyrra. Hér má sjá stjórnmálaforingja bíða eftir niðurstöðum. Lög Alþingis voru kolfelld. Ef ekkert óvænt gerist ætti Icesave-samningurinn að vera hófleg byrði á ríkissjóði, gangi grunnspár eftir. Þetta er mat IFS, þjónustu- og ráðgjafarfyrirtækis á sviði fjármála og greininga. Fyrirtækið lagði mat á nýjan Icesave-samning að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Nefndin fjallar þessa dagana um samninginn og fer yfir umsagnir sem um hann bárust. Niðurstaða IFS er að samningurinn breyti ekki greiðsluhæfi ríkissjóðs að neinu marki, „nema þá helst til batnaðar í gegnum óbein áhrif svo sem betra lánshæfismat,“ aðrir þættir hafi mun meiri áhrif á greiðsluhæfið. IFS telur að mögulega séu forsendur til þess að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði geti staðið undir viðbótargreiðslum af Icesave ef aðstæður þróast áfram jákvætt og nafngengi krónunnar styrkist ekki um of. Takist það ekki þurfi að fjármagna þær viðbótarafborganir með nýjum lántökum. Er mat IFS að undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti skuldsetning ríkissjóðs ekki að aukast meira en að hámarki um fimm prósent vegna samningsins. Þó er bent á að mögulegt sé að kostnaðurinn verði mun hærri. Það myndi gerast ef krónan veiktist verulega eða endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans yrðu mun minni en áætlað er. Slíkt gæti hæglega gerst ef efnahagslífið yrði fyrir nýju áfalli eða verðbólga ykist. Einnig gætu nýjar þrengingar erlendis rýrt gæði þrotabús Landsbankans og verðmæti útflutnings héðan. Fyrirtækið segir að væntanlega yrðu slíkar aðstæður tímabundnar og að mikilvægir efnahagslegir fyrirvarar í samningnum myndu viðhalda góðu greiðsluhæfi. IFS víkur að öðrum efnahagslegum þáttum. Fyrirtækið telur hreina erlenda skuldastöðu enn of háa og einnig háa í alþjóðlegum samanburði. Mikilvægt sé að lækka hana sem mest og hraðast. Háar erlendar skuldir hafi tilhneigingu til að draga úr hagvexti í gegnum samdrátt í fjárfestingum. Þá geti skattahækkanir haft neikvæð áhrif á hagvöxt. Þær dragi úr fjárfestingum og vinnufýsi. Óvissa sé um hagvaxtarhorfur í nágrannalöndunum og margir telji að fram undan sé stöðnunarskeið sem gæti staðið í nokkur ár. Grípa þurfi tækifæri til hagvaxtaraukningar svo hægt sé að greiða niður erlendar skuldir og auka lífsgæði. bjorn@frettabladid.is Icesave Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Ef ekkert óvænt gerist ætti Icesave-samningurinn að vera hófleg byrði á ríkissjóði, gangi grunnspár eftir. Þetta er mat IFS, þjónustu- og ráðgjafarfyrirtækis á sviði fjármála og greininga. Fyrirtækið lagði mat á nýjan Icesave-samning að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Nefndin fjallar þessa dagana um samninginn og fer yfir umsagnir sem um hann bárust. Niðurstaða IFS er að samningurinn breyti ekki greiðsluhæfi ríkissjóðs að neinu marki, „nema þá helst til batnaðar í gegnum óbein áhrif svo sem betra lánshæfismat,“ aðrir þættir hafi mun meiri áhrif á greiðsluhæfið. IFS telur að mögulega séu forsendur til þess að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði geti staðið undir viðbótargreiðslum af Icesave ef aðstæður þróast áfram jákvætt og nafngengi krónunnar styrkist ekki um of. Takist það ekki þurfi að fjármagna þær viðbótarafborganir með nýjum lántökum. Er mat IFS að undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti skuldsetning ríkissjóðs ekki að aukast meira en að hámarki um fimm prósent vegna samningsins. Þó er bent á að mögulegt sé að kostnaðurinn verði mun hærri. Það myndi gerast ef krónan veiktist verulega eða endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans yrðu mun minni en áætlað er. Slíkt gæti hæglega gerst ef efnahagslífið yrði fyrir nýju áfalli eða verðbólga ykist. Einnig gætu nýjar þrengingar erlendis rýrt gæði þrotabús Landsbankans og verðmæti útflutnings héðan. Fyrirtækið segir að væntanlega yrðu slíkar aðstæður tímabundnar og að mikilvægir efnahagslegir fyrirvarar í samningnum myndu viðhalda góðu greiðsluhæfi. IFS víkur að öðrum efnahagslegum þáttum. Fyrirtækið telur hreina erlenda skuldastöðu enn of háa og einnig háa í alþjóðlegum samanburði. Mikilvægt sé að lækka hana sem mest og hraðast. Háar erlendar skuldir hafi tilhneigingu til að draga úr hagvexti í gegnum samdrátt í fjárfestingum. Þá geti skattahækkanir haft neikvæð áhrif á hagvöxt. Þær dragi úr fjárfestingum og vinnufýsi. Óvissa sé um hagvaxtarhorfur í nágrannalöndunum og margir telji að fram undan sé stöðnunarskeið sem gæti staðið í nokkur ár. Grípa þurfi tækifæri til hagvaxtaraukningar svo hægt sé að greiða niður erlendar skuldir og auka lífsgæði. bjorn@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira