Sport

Kostelic sigraði í samanlögðum árangri

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Króatinn Ivica Kostelic hefur nú þegar tryggt sér sigur í samanlögðum árangri á heimsbikarmótunum í alpagreinum á skíðum þrátt fyrir að fimm mót séu enn eftir á keppnistímabilinu.
Króatinn Ivica Kostelic hefur nú þegar tryggt sér sigur í samanlögðum árangri á heimsbikarmótunum í alpagreinum á skíðum þrátt fyrir að fimm mót séu enn eftir á keppnistímabilinu. Nordic Photos / Getty Images
Króatinn Ivica Kostelic hefur nú þegar tryggt sér sigur í samanlögðum árangri á heimsbikarmótunum í alpagreinum á skíðum þrátt fyrir að fimm mót séu enn eftir á keppnistímabilinu.

Kostelic er með yfir 500 stigum meira en Svisslendingurinn Didier Cuche sem var sá eini sem gat náð honum að stigum. Um helgina fór fram brunkeppni í Kvitfjell í Noregi þar sem að Michael Walchhofer frá Austurríki sigraði. Þetta er 19. sigur Walchhofer á heimsbikarmóti.

Cuche gerði betur í risasviginu í gær, sem er hin hraðagreinin í heimsbikarnum, en þar kom hann fyrstur í mark. Hann fagnaði ekki sigrinum en Cuche var afar ósáttur við að hann var sektaður fyrir að hafa lent í orðaskaki við einn af dómurum í brunkeppninni. Cuche var ásamt fleirum keppendum ósáttur við uppsetninguna á brautinni sem þeir töldu ógna öryggi keppenda. Hann var sektaður um tæplega 700.000 kr. og sagði Cuche í gær að hann hefði íhugað það alvarlega að hætta að keppa á heimsbikarnum í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×