Allir eru jafnir fyrir lögum Þorvaldur Gylfason skrifar 19. maí 2011 09:00 Stjórnlagaráð leggur í hverri viku fram tillögur að texta nýrrar stjórnarskrár. Textinn birtist í áfangaskjali á vefsetri ráðsins (stjornlagarad.is). Þar getur hver sem er kynnt sér textann og gert tillögur um breytingar á honum. Hugsunin á bak við þetta fyrirkomulag er að þjóðin sjálf setur sér nýja stjórnarskrá, þótt stjórnlagaráðið hafi verið kosið og síðan skipað til að sitja við lyklaborðin. Það er hugur í ráðinu, ríkur samhugur. Þess má vænta, að lokagerð textans muni, þegar allir hnútar hafa verið hnýttir, geyma ýmis nýmæli og horfa til framfara svo sem þjóðfundurinn í október 2010 kallaði eftir og stjórnlagaráðinu ber samkvæmt lögum að taka mið af. Hrunið land þarf hreint borð. JafnréttisákvæðiFyrstu tillögurnar í áfangaskjalinu lúta meðal annars að mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Hann stendur aftarlega í núgildandi stjórnarskrá, en við leggjum til, að hann verði fluttur fremst og birtist strax á eftir innganginum, vonglaðri viljayfirlýsingu, sem hæfist til dæmis á orðunum „Við Íslendingar ..." . Fyrsta eða önnur grein mannréttindakaflans geymir jafnréttisákvæði í samræmi við alþjóðlegar mannréttindaskrár, sem Ísland hefur undirritað og fullgilt. Jafnréttisákvæðið mun hljóða svo að tillögu stjórnlagaráðs: „Allir eru jafnir fyrir lögum og skulu njóta mannréttinda án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, litarháttar, skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti." (Hér mætti heldur standa: „ætternis eða stöðu að öðru leyti.") Hér er stungið upp á tveim meginfrávikum frá gildandi stjórnarskrártexta. Í fyrsta lagi hefur orðalaginu „njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, ..." verið breytt í „njóta mannréttinda án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferðis, ..." Hér er því kveðið skýrar að orði en áður um bann við mismunun með því að nefna manngreinarálit í textanum. Orðið mismunun (e. discrimination) kemur fyrir þrisvar í enska textanum í samsvarandi greinum í alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, en það kemur hvergi fyrir í gildandi stjórnarskrá. Á þessu viljum við ráða bót. Í annan stað hefur nokkrum nýjum atriðum verið bætt inn í upptalninguna á eftir orðunum „án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferðis, ..." Þar munar kannski mest um orðin „skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, ..." Orðið í miðjunni, stjórnmálatengsl, er nýmæli. Alþjóðlegar mannréttindaskrár láta sér yfirleitt duga að telja upp stjórnmálaskoðanir og aðrar skoðanir, trúarbrögð, o.s.frv. Við teljum flest, að landlæg stjórnmálaspilling og klíkuskapur hér heima kalli á skýrt bann við mismunun vegna stjórnmálatengsla auk annars eins og Illugi Jökulsson lýsti vel í ræðu sinni í stjórnlagaráðinu fyrir viku. Þessari tillögu að banni við mismunun vegna stjórnmálatengsla er síðan fylgt eftir með tillögu að svohljóðandi texta aftar í stjórnarskránni: „Við skipun manna í embætti skal einungis líta til hæfni og málefnalegra sjónarmiða." Svíar hafa sams konar ákvæði í sinni stjórnarskrá. Í dómstólakaflanum er til frekari áréttingar lagður til þessi texti: „Tryggt skal með lögum að hæfni og málefnaleg sjónarmið ráði við veitingu embætta dómara. Lögbundin nefnd skal meta hæfi umsækjenda." Einhugur er í ráðinu um, að óbreytt fyrirkomulag á skipun dómara kemur ekki til greina. Sumir kysu helzt að hafa jafnræðisákvæðið stutt og laggott og sleppa upptalningunni: „Allir eru jafnir fyrir lögum og skulu njóta mannréttinda án nokkurs manngreinarálits." Þannig gæti ákvæðið hljómað í draumalandi, þar sem mismunun heyrir sögunni til. Þangað erum við ekki komin enn. Fatlað fólk nýtur til dæmis ekki fullra réttinda í okkar samfélagi, og þess vegna þarf að hnykkja á réttindum fatlaðra eins og Freyja Haraldsdóttir hefur rakið öðrum betur á fundum ráðsins. Þarna fylgjum við fordæmi margra annarra stjórnarskráa og alþjóðlegra mannréttindasáttmála. Við nálgumst strönd draumalandsins. Þegar þangað kemur, getum við sleppt upptalningunni. Ráðherrar utan þings, færri þingmennÍ tillögum stjórnlagaráðs að stjórnarskrártexta um störf Alþingis segir svo: „Sé alþingismaður skipaður ráðherra víkur hann úr þingsæti á meðan hann gegnir embætti og tekur varamaður þá sæti hans." Hér er komið til móts við tillögu þjóðfundarins um, að ráðherrar sitji ekki á Alþingi. Tillagan miðar að því að auka sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu. Tillagan skapar jafnframt skilyrði til að fækka þingmönnum sem nemur fjölda ráðherra að minnsta kosti. Þingmenn þyrftu því ekki að vera fleiri en til dæmis 53, helzt enn færri. Dönum dugir einn þingmaður á hverja 30.000 íbúa líkt og Finnum, Norðmönnum og Svíum. Það þýðir í sjálfu sér ekki, að okkur myndu duga tíu þingmenn. En okkur ættu að duga til dæmis 37 þingmenn eða 43, eða 53 í mesta lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stjórnlagaráð leggur í hverri viku fram tillögur að texta nýrrar stjórnarskrár. Textinn birtist í áfangaskjali á vefsetri ráðsins (stjornlagarad.is). Þar getur hver sem er kynnt sér textann og gert tillögur um breytingar á honum. Hugsunin á bak við þetta fyrirkomulag er að þjóðin sjálf setur sér nýja stjórnarskrá, þótt stjórnlagaráðið hafi verið kosið og síðan skipað til að sitja við lyklaborðin. Það er hugur í ráðinu, ríkur samhugur. Þess má vænta, að lokagerð textans muni, þegar allir hnútar hafa verið hnýttir, geyma ýmis nýmæli og horfa til framfara svo sem þjóðfundurinn í október 2010 kallaði eftir og stjórnlagaráðinu ber samkvæmt lögum að taka mið af. Hrunið land þarf hreint borð. JafnréttisákvæðiFyrstu tillögurnar í áfangaskjalinu lúta meðal annars að mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Hann stendur aftarlega í núgildandi stjórnarskrá, en við leggjum til, að hann verði fluttur fremst og birtist strax á eftir innganginum, vonglaðri viljayfirlýsingu, sem hæfist til dæmis á orðunum „Við Íslendingar ..." . Fyrsta eða önnur grein mannréttindakaflans geymir jafnréttisákvæði í samræmi við alþjóðlegar mannréttindaskrár, sem Ísland hefur undirritað og fullgilt. Jafnréttisákvæðið mun hljóða svo að tillögu stjórnlagaráðs: „Allir eru jafnir fyrir lögum og skulu njóta mannréttinda án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, litarháttar, skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti." (Hér mætti heldur standa: „ætternis eða stöðu að öðru leyti.") Hér er stungið upp á tveim meginfrávikum frá gildandi stjórnarskrártexta. Í fyrsta lagi hefur orðalaginu „njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, ..." verið breytt í „njóta mannréttinda án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferðis, ..." Hér er því kveðið skýrar að orði en áður um bann við mismunun með því að nefna manngreinarálit í textanum. Orðið mismunun (e. discrimination) kemur fyrir þrisvar í enska textanum í samsvarandi greinum í alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, en það kemur hvergi fyrir í gildandi stjórnarskrá. Á þessu viljum við ráða bót. Í annan stað hefur nokkrum nýjum atriðum verið bætt inn í upptalninguna á eftir orðunum „án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferðis, ..." Þar munar kannski mest um orðin „skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, ..." Orðið í miðjunni, stjórnmálatengsl, er nýmæli. Alþjóðlegar mannréttindaskrár láta sér yfirleitt duga að telja upp stjórnmálaskoðanir og aðrar skoðanir, trúarbrögð, o.s.frv. Við teljum flest, að landlæg stjórnmálaspilling og klíkuskapur hér heima kalli á skýrt bann við mismunun vegna stjórnmálatengsla auk annars eins og Illugi Jökulsson lýsti vel í ræðu sinni í stjórnlagaráðinu fyrir viku. Þessari tillögu að banni við mismunun vegna stjórnmálatengsla er síðan fylgt eftir með tillögu að svohljóðandi texta aftar í stjórnarskránni: „Við skipun manna í embætti skal einungis líta til hæfni og málefnalegra sjónarmiða." Svíar hafa sams konar ákvæði í sinni stjórnarskrá. Í dómstólakaflanum er til frekari áréttingar lagður til þessi texti: „Tryggt skal með lögum að hæfni og málefnaleg sjónarmið ráði við veitingu embætta dómara. Lögbundin nefnd skal meta hæfi umsækjenda." Einhugur er í ráðinu um, að óbreytt fyrirkomulag á skipun dómara kemur ekki til greina. Sumir kysu helzt að hafa jafnræðisákvæðið stutt og laggott og sleppa upptalningunni: „Allir eru jafnir fyrir lögum og skulu njóta mannréttinda án nokkurs manngreinarálits." Þannig gæti ákvæðið hljómað í draumalandi, þar sem mismunun heyrir sögunni til. Þangað erum við ekki komin enn. Fatlað fólk nýtur til dæmis ekki fullra réttinda í okkar samfélagi, og þess vegna þarf að hnykkja á réttindum fatlaðra eins og Freyja Haraldsdóttir hefur rakið öðrum betur á fundum ráðsins. Þarna fylgjum við fordæmi margra annarra stjórnarskráa og alþjóðlegra mannréttindasáttmála. Við nálgumst strönd draumalandsins. Þegar þangað kemur, getum við sleppt upptalningunni. Ráðherrar utan þings, færri þingmennÍ tillögum stjórnlagaráðs að stjórnarskrártexta um störf Alþingis segir svo: „Sé alþingismaður skipaður ráðherra víkur hann úr þingsæti á meðan hann gegnir embætti og tekur varamaður þá sæti hans." Hér er komið til móts við tillögu þjóðfundarins um, að ráðherrar sitji ekki á Alþingi. Tillagan miðar að því að auka sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu. Tillagan skapar jafnframt skilyrði til að fækka þingmönnum sem nemur fjölda ráðherra að minnsta kosti. Þingmenn þyrftu því ekki að vera fleiri en til dæmis 53, helzt enn færri. Dönum dugir einn þingmaður á hverja 30.000 íbúa líkt og Finnum, Norðmönnum og Svíum. Það þýðir í sjálfu sér ekki, að okkur myndu duga tíu þingmenn. En okkur ættu að duga til dæmis 37 þingmenn eða 43, eða 53 í mesta lagi.
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun