Innlent

Mál sjómanna gegn Arion tekið fyrir í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einar Hugi Bjarnason lögmaður flytur málið fyrir Sjómannafélag Íslands.
Einar Hugi Bjarnason lögmaður flytur málið fyrir Sjómannafélag Íslands.
Mál Sjómannafélags Íslands gegn Arion banka verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sjómannafélagið stefndi bankanum í júlí síðastliðnum vegna gengistryggðs fasteignaláns sem orlófssjóður félagsins tók í júlí 2007. Fyrir ári síðan hafði félagið greitt 37 milljónir fyrir 15 milljóna króna lán.

Einar Hugi Bjarnason, lögmaður félagsins, telur að lánið sé í íslenskum krónum. Vaxtalögin séu skýr varðandi það að það sé óheimilit að tengja skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Ekki hefur áður reynt á lögmæti lána af þessu tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×