Handbolti

Valur, Stjarnan og Fram áfram jöfn á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karen Knútsdóttir skoraði átta mörk fyrir Fram í dag.
Karen Knútsdóttir skoraði átta mörk fyrir Fram í dag. Mynd/Stefán
Framkonur unnu öruggan tíu marka sigur á HK í N1 deild kvenna í Safamýrinni í dag og náðu því aftur Val og Stjörnunni að stigum eftir að Valskonur og Stjörnukonur unnu örugga sigra í leikjum sínum í gær.

Öll þrjú liðin eru nú með 20 stig eftir ellefu fyrstu leiki tímabilsins, hafa unnið tíu leiki og tapað einum. Valskonur eru efstar á innbyrðisviðureignum þökk sé 23-16 sigri á Fram á dögunum sem þýðir það jafnframt að Fram er í 3. sætinu á eftir Stjörnunni.

Karen Knútsdóttir var markahæst í Framliðinu með átta mörk en Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, Ásta Birna Gunnarsdóttir og Pavla Nevarilova skoruðu allar fjögur mörk. Elín Anna Baldursdóttir skoraði mest fyrir HK eða átta mörk.

Fram-HK 30-20 (16-10)

Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 8, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 4, Pavla Nevarilova 4, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Anna María Guðmundsdóttir 2, Birna Berg Haraldóttir 1,

Hafdís Hinriksdóttir 1.

Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 8, Brynja Magnúsdóttir 5, Elísa Ósk Viðarsdóttir 4, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Tatjana Zukovska 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×