Innlent

Búið að tengja ljósleiðara sem rofnaði í hlaupinu í Múlakvísl

Starfsmenn Mílu að störfum.
Starfsmenn Mílu að störfum.
Tengingu ljósleiðara Mílu á Suðurlandi sem rofnaði við jökulhlaupið á Múlakvísl er lokið samkvæmt tilkynningu frá Mílu.

Við það komast fjarskipti á svæðinu í samt lag aftur. Jökulhlaupið frá Mýrdalsjökli hafði engin veruleg áhrif á fjarskiptakerfi Mílu, þrátt fyrir að ljósleiðarinn hafi farið  í sundur í Múlakvísl, um 8 kílómetra frá Vík í Mýrdal. 

Áhrif slitsins á fjarskipti á landinu voru óveruleg, þar sem öll mikilvæg þjónusta er varin á landshringnum, s.s. sími, internet, Tetra sambönd, sjónvarp og fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×