Mjög gott í Straumunum og Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2011 14:58 Mynd af www.svfr.is Síðasta tveggja daga holl í Straumunum fékk 37 laxa á tvær stangir. Þeir sem tóku við létu sitt ekki eftir liggja og voru komnir með sextán laxa í morgun. Þetta eru jákvæðar fréttir fyrir árnar í Borgarfirðinum, sér í lagi Norðurá þar sem að góð veiði hefur verið að undanförnu. Þar var holl fyrir skemmstu sem fékk 132 laxa og gáfu sex dagarnir nálega 240 laxa. Hollið sem nú er við veiðar er komið með rúmlega 90 laxa eftir tveggja daga veiði. Að sögn Jóns G Baldvinssonar lítur út fyrir að göngur séu einfaldlega seinna á ferðinni þetta árið. Sem dæmi þá kraumaði Stekkjarfljótið í morgun og var sett þar í ellefu laxa. Á þessum tíma í fyrra þá var botninn að detta úr göngunum og gekk lítið af fiski eftir 15. júlí. Nú eru göngur hins vegar að færast í aukana og stefnir í það að Norðurá rjúfi 1000 laxa múrinn á næstu tvo sólarhringa. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Frábær veiði á ION svæðinu Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Forsala SVAK að hefjast í Svarfaðardalsá Veiði Líflegt við Elliðavatn í gær Veiði Núll í Blöndu á fyrsta degi Veiði Veiðin hefst á fimmtudaginn Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði
Síðasta tveggja daga holl í Straumunum fékk 37 laxa á tvær stangir. Þeir sem tóku við létu sitt ekki eftir liggja og voru komnir með sextán laxa í morgun. Þetta eru jákvæðar fréttir fyrir árnar í Borgarfirðinum, sér í lagi Norðurá þar sem að góð veiði hefur verið að undanförnu. Þar var holl fyrir skemmstu sem fékk 132 laxa og gáfu sex dagarnir nálega 240 laxa. Hollið sem nú er við veiðar er komið með rúmlega 90 laxa eftir tveggja daga veiði. Að sögn Jóns G Baldvinssonar lítur út fyrir að göngur séu einfaldlega seinna á ferðinni þetta árið. Sem dæmi þá kraumaði Stekkjarfljótið í morgun og var sett þar í ellefu laxa. Á þessum tíma í fyrra þá var botninn að detta úr göngunum og gekk lítið af fiski eftir 15. júlí. Nú eru göngur hins vegar að færast í aukana og stefnir í það að Norðurá rjúfi 1000 laxa múrinn á næstu tvo sólarhringa. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Frábær veiði á ION svæðinu Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Forsala SVAK að hefjast í Svarfaðardalsá Veiði Líflegt við Elliðavatn í gær Veiði Núll í Blöndu á fyrsta degi Veiði Veiðin hefst á fimmtudaginn Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði