Leikjavísir

Stálu upplýsingum um 1,3 milljónir viðskiptavina

Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi japanska tölvuleikjaframleiðandans Sega um helgina og stálu þaðan persónuupplýsingum um 1,3 milljónir viðskiptavina fyrirtækisins. Um er að ræða nöfn, fæðingardaga, netföng og lykilorð viðskiptavinanna.

Sega er ekki eina fyrirtækið sem hefur orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum að undanförnum þar sem einnig hefur verið ráðist á tölvukerfi Sony, Nintendo og íslenska fyrirtækisins CCP sem á og rekur EVE Online. Þá hefur einnig verið brotist inn i tölvukerfi bandaríska þingsins, Alþjóðgjaldeyrissjóðsins og embættis spænska ríkislögreglustjórans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.