Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var kát eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld en með honum tryggði Stjörnuliðið sér Íslandsmeistarabikarinn í fyrsta skiptið.
„Þetta er alveg frábært. Loksins náðum við að vinna þetta því við erum búnar að bíða í mörg ár eftir þessu. Leikurinn var erfiður því spennustigið var mjög hátt," sagði Gunnhildur Yrsa í leikslok.
„Við vissum það að ef við myndum vinna þennan leik þá mundum við vinna titilinn og við vorum því stressaðar. Við náðum að róa okkur í hálfleik og fórum inn í seinni hálfleikinn til að vinna þetta. Það var fínt að klára þetta í þessum leik," sagði Gunnhildur Yrsa.
„Við ætluðum okkur að vinna þennan leik fyrir framan alla þessa stuðningsmenn sem mættu í kvöld. Við erum búnar að vinna að þessu og þetta er búið að vera markmiðið okkar. Það eru allir leikmenn okkar búnir að leggja mikið á sig til þess að ná þessu," sagði Gunnhldur Yrsa en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Gunnhildur Yrsa: Búnar að bíða eftir þessu í mörg ár
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mest lesið


Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn



Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn


