Handbolti

Eyjakonur upp í fjórða sætið eftir sjötta sigurinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
ÍBV er komið upp í 4. sætið í N1 deild kvenna eftir tveggja marka sigur á FH, 24-22, í Vestmannaeyjum í kvöld. Með sigrinum fóru Eyjastúlkur upp fyrir Fylki sem tapaði fyrir toppliði Vals fyrr í dag.

ÍBV-liðið er búið að vinna sex leiki í röð í deildinni eða alla leiki síðan að liðið mætti Valskonum í fyrsta leik ársins 2011.

Svavar Vignisson er greinilega að gera frábæra hluti með Eyjastelpurnar og liðið hefur notað EM-fríið vel. ÍBV-liðið fékk aðeins 5 stig út úr fyrstu átta leikjum sínum en er nú komið með 17 stig eftir 14 leiki.

ÍBV-FH 24-22 (9-10)

Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 9, Renata Horvath 7, Guðbjörg Guðmannsdóttir 5, Þórsteina Sigubjörnsdóttir 1, Anóta Elíasdóttir 1, Hildur Dögg Jónsdóttir 1.

Mörk FH: Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 9, Steinunn Snorradóttir 5, Aníta Mjöll Ægisdóttir 2, Hind Hannesdóttir 2, Arnheiður Guðmundsdóttir 2, Sigrún Gilsdóttir 1, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×