Innlent

Útgerðarmenn taka illa í hækkun veiðigjalds

Hugmyndir stjórnvalda um að hækka en veiðigjald til að afla tekna upp í fjárlagagatið, mæta andstöðu útgerðarmanna. Gjaldið er nú sex krónur og 44 aurar á hvert þorskígildiskíló, en þegar er búið að boða hækkun upp í níu krónur og 46 aura á nýju fiskveiðiári, sem hefst um mánaðamótin.

Nú eru hinsvegar uppi hugmyndir um að hækka það upp í 13 krónur, sem er um það bil tvöföldun frá því sem nú er í gildi. En þetta er í samræmi við þau orð Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í gær, að sækja eigi meira fé til sjávarútvegsins, stóriðju og bankanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×