Innlent

Kostnaður vegna blóðþrýstingslyfja lækkaði um 60%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Apótek. Mynd/ Valgarður Gíslason
Apótek. Mynd/ Valgarður Gíslason
Heildarkostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna blóðþrýstingslækkandi lyfja lækkaði um 60% frá árinu 2009 - 2010, eftir því sem fram kemur í fréttablaði lyfjadeildar Sjúkratrygginga Íslands. Upphæðin fór úr 685 milljónum króna í 277 milljónir.

Þann 1. október 2009 tók gildi reglugerð sem kveður á um að sjúkratryggingar taki einungis þátt í greiðslu kostnaðar af hagvkæmustu pakkningum blóðþrýstingslækkandi lyfja. Markmiðið var að beina lyfjaávísunum lækna fyrir sjúklinga sína að hagvkæmustu lyfjunum þegar verkun þeirra er sambærileg og verkun dýrari lyfja.

Á vef Velferðarráðuneytisins segir að auk þess sem notkun hagvkæmari lyfja hafi aukist hafi breytingarnar einnig leitt til þess að verð á mörgum blóðþrýstingslækkandi lyfjum hefur lækkað um allt að 70-75%.

Sjúklingum sem þurftu á blóðþrýstingslækkandi lyfjm að halda fjölgaði um 1% frá árinu 2009-210 en fjöldi dagskammta dróst saman um 1,2% á sama tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×