Innlent

Fullyrðir að tekjuskatturinn sé næstlægstur á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Magnús Orri Schram segir ríkisstjórninni ekki um að kenna þótt fjárfestinguna skorti. Mynd/ GVA.
Magnús Orri Schram segir ríkisstjórninni ekki um að kenna þótt fjárfestinguna skorti. Mynd/ GVA.
„Tekjuskattur á fyrirtæki í Evrópu er næstlægstur á Íslandi," segir Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann segir að frekar hafi verið tekist á við fjárlagahallann frá hruni með niðurskurði heldur en skattahækkunum. Magnús Orri og Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tókust á um efnahagsmál í Reykjavík síðdegis í dag.

Magnús og Kristján voru sammála um það að það yrði að stöðva fjárlagahallann sem verið hefur á fjárlögum frá hruni.  „Í hnotskurn er vandinn sá að fjárfestinguna vantar í landið til þess að komast í gegnum þetta,“ sagði Kristján Þór. Hann teldur að stjórnvöld hafi hingað til fremur verið þrándur í götu fyrir fjárfestingar. Hvort sem um sé að ræða að sviði orkumála eða í sjávarútvegi.

Þessu neitaði Magnús Orri. Hann benti til dæmis á að álversverkefnið við Helguvík hefði ekki stoppað vegna íslenskra stjórnvalda. Norðurál, sem væri kaupandi orkunnar væri einfadlega ekki tilbúin til að greiða það verð fyrir orkuna sem orkufyrirtækin, HS Orka og Landsvirkjun, væru tilbúin til að selja hana á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×