Innlent

Arion banki styrkir Hörpu

Mynd/stefán
Arion banki verður fyrsti og einn helsti bakjarl tónlistarviðburða í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Samningur þess efnis verður undirritaður í dag.

Markmið samningsins er samkvæmt fréttatilkynningu að kynna Hörpu fyrir almenningi og þá listviðburði sem þar verða skipulagðir, en auk þess er markmiðið að styrkja menningar og tónlistarstarf á Íslandi.

Það eru Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu og Höskuldur H.Ólafsson, bankastjóri Arion banka sem undirrita  samninginn í Hörpu í dag kl 14. 00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×