Innlent

Makríll í miklu magni suður af Látrabjargi

Skipverjar á þremur smábátum sigldu í gegnum vaðandi makríltorfur nokkrar sjómílur suður af Látrabjargi í gær og kraumaði yfirborð sjávarins eins og sjóðandi vatn í potti, eins og einn sjómaðurinn lýsti því.

Makríllinn óð í nokkrum aðskildum flekkjum og héldu sjómennirnir fyrst að þetta væri síld, því margar sagnir eru um vaðandi síld þegar sem mest var af henni hér við land á sínum tíma. Þeir höfðu aldrei heyrt að makríllinn ætti þetta líka til, og er fréttastofunni ekki kunnugt um það heldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×