Innlent

Nýr ritstjóri tekur við Stúdentablaðinu

Sólrún Halldóra Þrastardóttir, 24 ára gamall hagfræðinemi, er nýr ristjóri Stúdentablaðsins.
Sólrún Halldóra Þrastardóttir, 24 ára gamall hagfræðinemi, er nýr ristjóri Stúdentablaðsins.
Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur ráðið til starfa nýjan ritstjóra Stúdentablaðsins, 24 ára gamlan hagfræðinema, og mun hún stýra útgáfu blaðsins veturinn 2011 til 2012.

Nýji ritstjórinn heitir Sólrún Halldóra Þrastardóttir, en hún hefur síðastliðna mánuði starfað sem blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu. Sólrún segist ætla að lífga upp á hið rótgróna Stúdentablað, en ítrekar að hagsmunamál stúdenta verði áfram á sínum stað í blaðinu, sem og almennur fróðleikur.

„Mig langar að auka skemmtana- og upplýsingagildi blaðsins t.d. með því að ræða við stúdenta í auknum mæli í blaðinu og veita kynningu á félagslífi, viðburðum á vegum skólans og starfi háskólanema.“ segir Sólrún, en hún er þegar farin að vinna að fyrsta blaðinu, sem kemur út í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×