Af ástleysi kanslara og kjánapriks Brynhildur Björnsdóttir skrifar 23. september 2011 06:00 Silvio Berlusconi vill ekki sofa hjá Angelu Merkel. Bara alls ekki. Honum finnst hún feit og ekkert sexý. Þessu lýsti hann yfir í símtali við blaðamann, sem var með upptökutæki í gangi og hugðist nota ummælin til að kúga fé út úr forsætisráðherranum ítalska. Þýskir fjölmiðlar tóku þessum ummælum illa og fjölmiðlar annars staðar tala um hneyksli, móðgun og lítillækkun fyrir Merkel, kanslara Þýskalands, sem er sennilega valdamesta kona í heiminum. Silvio Berlusconi hefur ítrekað sýnt af sér fáránlega og kjánalega hegðun gagnvart Merkel, hann stökk til dæmis úr felum og öskraði BÚ! þegar hún kom í opinbera heimsókn til Ítalíu fyrir nokkrum árum og hefur ítrekað ekki þóst sjá hana og látið hana bíða eftir sér á opinberum fundum. Einhverjir myndu nú túlka þessa hegðun hans sem svo að hann væri kannski pínulítið skotinn í henni en það skiptir bara engu máli. Heimurinn virðist meta ummæli frá kjánapriki heimsins um holdafar og girnileika konu sem móðgandi. En af hverju ætti það að vera Angelu Merkel einhvers virði að Silvio Berlusconi girnist hana? Einu sinni var það ríkjandi viðhorf að fegurð væri konu það sem auður var karlmanni; besta og greiðasta leið hennar til að ná völdum. Kannski er það þess vegna sem kvenleg fegurð er svona skilyrt við fyrir fram gefnar tölur og mælingar á hæð, aldri og þyngd. Því hvað myndi gerast ef gömul og feit kona þætti jafnframt aðlaðandi? Eða ef útlit kvenna kæmi yfirhöfuð ekki til umræðu í samhengi við störf þeirra, til dæmis að stjórnmálum? Eftir því sem konur ná meiri völdum í heiminum verða útlitskröfurnar til þeirra meiri. Rithöfundurinn Naomi Wolf segir í bók sinni The Beauty Myth, frá rannsóknum sem sýna beina fylgni milli fjölda kvenna í valdastöðum og aldurs og þyngdar fyrirsæta í tískublöðum. Því valdameiri sem konur verða sem hópur, þeim mun yngri og grennri eru fyrirsæturnar sem eiga að vera útlitsfyrirmyndir þessara sömu kvenna. Og ungra stúlkna, sem því miður láta sig fleiri dreyma um að vera nafnlaus fyrirsæta í tískublaði en kanslari Þýskalands. Ég get ekki séð af hverju Þjóðverjar ættu að móðgast yfir því að alræmdur ítalskur glaumgosi vilji ekki eiga ástarfund með kanslaranum þeirra. Og ég er alveg viss um að Angela Merkel hefur margt merkilegra við tímann að gera en að láta sig dreyma um ástir Silvio Berlusconi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Silvio Berlusconi vill ekki sofa hjá Angelu Merkel. Bara alls ekki. Honum finnst hún feit og ekkert sexý. Þessu lýsti hann yfir í símtali við blaðamann, sem var með upptökutæki í gangi og hugðist nota ummælin til að kúga fé út úr forsætisráðherranum ítalska. Þýskir fjölmiðlar tóku þessum ummælum illa og fjölmiðlar annars staðar tala um hneyksli, móðgun og lítillækkun fyrir Merkel, kanslara Þýskalands, sem er sennilega valdamesta kona í heiminum. Silvio Berlusconi hefur ítrekað sýnt af sér fáránlega og kjánalega hegðun gagnvart Merkel, hann stökk til dæmis úr felum og öskraði BÚ! þegar hún kom í opinbera heimsókn til Ítalíu fyrir nokkrum árum og hefur ítrekað ekki þóst sjá hana og látið hana bíða eftir sér á opinberum fundum. Einhverjir myndu nú túlka þessa hegðun hans sem svo að hann væri kannski pínulítið skotinn í henni en það skiptir bara engu máli. Heimurinn virðist meta ummæli frá kjánapriki heimsins um holdafar og girnileika konu sem móðgandi. En af hverju ætti það að vera Angelu Merkel einhvers virði að Silvio Berlusconi girnist hana? Einu sinni var það ríkjandi viðhorf að fegurð væri konu það sem auður var karlmanni; besta og greiðasta leið hennar til að ná völdum. Kannski er það þess vegna sem kvenleg fegurð er svona skilyrt við fyrir fram gefnar tölur og mælingar á hæð, aldri og þyngd. Því hvað myndi gerast ef gömul og feit kona þætti jafnframt aðlaðandi? Eða ef útlit kvenna kæmi yfirhöfuð ekki til umræðu í samhengi við störf þeirra, til dæmis að stjórnmálum? Eftir því sem konur ná meiri völdum í heiminum verða útlitskröfurnar til þeirra meiri. Rithöfundurinn Naomi Wolf segir í bók sinni The Beauty Myth, frá rannsóknum sem sýna beina fylgni milli fjölda kvenna í valdastöðum og aldurs og þyngdar fyrirsæta í tískublöðum. Því valdameiri sem konur verða sem hópur, þeim mun yngri og grennri eru fyrirsæturnar sem eiga að vera útlitsfyrirmyndir þessara sömu kvenna. Og ungra stúlkna, sem því miður láta sig fleiri dreyma um að vera nafnlaus fyrirsæta í tískublaði en kanslari Þýskalands. Ég get ekki séð af hverju Þjóðverjar ættu að móðgast yfir því að alræmdur ítalskur glaumgosi vilji ekki eiga ástarfund með kanslaranum þeirra. Og ég er alveg viss um að Angela Merkel hefur margt merkilegra við tímann að gera en að láta sig dreyma um ástir Silvio Berlusconi.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun