Innlent

Heitavatnslaust í Árbæ

Vatnsleysið nær til þess hluta hverfisins sem er vestan Fylkisvegar, sem liggur frá Rofabæ að Árbæjarlaug. Mynd/Vilhelm
Vatnsleysið nær til þess hluta hverfisins sem er vestan Fylkisvegar, sem liggur frá Rofabæ að Árbæjarlaug. Mynd/Vilhelm
Heitavatnslaust er í hluta Árbæjarhverfis eftir að aðalæð við Rofabæ bilaði í kvöld. Vatnsleysið nær til þess hluta hverfisins sem er vestan Fylkisvegar, sem liggur frá Rofabæ að Árbæjarlaug.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Bilunina má rekja til höggs sem kom á raforkukerfið fyrr í kvöld. Það sló út dælum hitaveitunnar og olli þrýstingssveiflum.

Vinnuflokkar vinna nú að viðgerð.

„Fólki er bent á að gæta að því að skilja ekki eftir opið fyrir heitavatnskrana þar sem hætta getur skapast þegar fullur þrýstingur næst á kerfið á ný," segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×