FH-ingar sópuðu til sín verðlaunum - Ásbjörn valinn bestur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2011 12:15 Allir verðlaunahafarnir í dag. Mynd/Valli FH-ingar hlutu fjögur stærstu verðlaunin þegar Handknattleikssambandið gerði upp umferðir 15 til 21 í N1 deild karla í hádeginu í dag. Ásbjörn Friðrksson var valinn besti leikmaðurinn, Kristján Arason og Einar Andri Einarsson, þjálfarar FH þóttu vera bestu þjálfararnir, Sigurgeir Árni Ægisson var valinn besti varnarmaðurinn og FH-ingar fengu auk þess verðlaun fyrir bestu umgjörðina. Ásbjörn Friðriksson hefur spilaði vel í vetur og varð með 48 mörk í sjö leikjum liðsins í umferðum 15 til 21 sem gerir 6,9 mörk að meðaltali í leik. „Ásbjörn hefur leikið eins og herforingi í vetur, fær ekki alltaf það hrós sem hann á skilið, en stjórnun hans og markaskorun hafa fleytt FH-ingum yfir erfiða þröskulda. Ásbjörn er markahæsti leikmaður FH í vetur, stýrir sóknarleik liðsins af myndarskap og er góður varnarmaður," segir í umfjöllun um Ásbjörn. FH-ingar fengu 13 af 14 mögulegum stigum út úr þriðja hluta N1 deildar karla og tryggðu sér með því annað sætið og langþráðan þátttökurétt í úrslitakeppninni. „Kristján og Einar Andri hafa stýrt sterku FH-liði af myndarskap í vetur, en liðinu hefur vaxið ásmegin eftir því sem á tímabilið hefur liðið og þykir til alls líklegt í úrslitakeppninni. FH-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum á haustmánuðum og örugg stjórnun Kristjáns og Einars Andra gæti skilað titli í hús," segir í umfjöllun um bestu þjálfarana og FH-ingar áttu líka besta varnarmanninn. „Sigurgeir hefur verið sem ókleifur hamarinn í vörn FH-inga í vetur, frábær varnarmaður sem býr yfir þeim ágæta kosti að gera meðspilara sína betri. Hann er algjör lykilmaður í varnarleik FH, en Hafnfirðingar fengu á sig fæst mörk allra liða í N1-deild karla í vetur," segir í umfjöllun um Sigurgeir Árna. HK-ingurinn Bjarki Már Elísson og Akureyringurinn Bjarni Fritzson voru báðir í úrvalsliðinu í annað skiptið í vetur en hinir sex leikmenn úrvalsliðins voru að fá þessi verðlaun í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Úrvalslið umferða 15-21 í N1 deild karla í handbolta:Markvörður: Hlynur Morthens, ValVinstra horn: Bjarki Már Elísson, HKVinstri skytta: Ólafur Guðmundsson, FHMiðjumaður: Ásbjörn Friðriksson, FHHægri skytta: Ernir Hrafn Arnarsson, ValHægra horn: Bjarni Fritzson, AkureyriLínumaður: Orri Freyr Gíslason, ValBesti þjálfarinn: Kristján Arason og Einar Andri Einarsson hjá FHBesti varnarmaðurinn: Sigurgeir Árni Ægisson hjá FHBesta umgjörðin: FHBestu dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
FH-ingar hlutu fjögur stærstu verðlaunin þegar Handknattleikssambandið gerði upp umferðir 15 til 21 í N1 deild karla í hádeginu í dag. Ásbjörn Friðrksson var valinn besti leikmaðurinn, Kristján Arason og Einar Andri Einarsson, þjálfarar FH þóttu vera bestu þjálfararnir, Sigurgeir Árni Ægisson var valinn besti varnarmaðurinn og FH-ingar fengu auk þess verðlaun fyrir bestu umgjörðina. Ásbjörn Friðriksson hefur spilaði vel í vetur og varð með 48 mörk í sjö leikjum liðsins í umferðum 15 til 21 sem gerir 6,9 mörk að meðaltali í leik. „Ásbjörn hefur leikið eins og herforingi í vetur, fær ekki alltaf það hrós sem hann á skilið, en stjórnun hans og markaskorun hafa fleytt FH-ingum yfir erfiða þröskulda. Ásbjörn er markahæsti leikmaður FH í vetur, stýrir sóknarleik liðsins af myndarskap og er góður varnarmaður," segir í umfjöllun um Ásbjörn. FH-ingar fengu 13 af 14 mögulegum stigum út úr þriðja hluta N1 deildar karla og tryggðu sér með því annað sætið og langþráðan þátttökurétt í úrslitakeppninni. „Kristján og Einar Andri hafa stýrt sterku FH-liði af myndarskap í vetur, en liðinu hefur vaxið ásmegin eftir því sem á tímabilið hefur liðið og þykir til alls líklegt í úrslitakeppninni. FH-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum á haustmánuðum og örugg stjórnun Kristjáns og Einars Andra gæti skilað titli í hús," segir í umfjöllun um bestu þjálfarana og FH-ingar áttu líka besta varnarmanninn. „Sigurgeir hefur verið sem ókleifur hamarinn í vörn FH-inga í vetur, frábær varnarmaður sem býr yfir þeim ágæta kosti að gera meðspilara sína betri. Hann er algjör lykilmaður í varnarleik FH, en Hafnfirðingar fengu á sig fæst mörk allra liða í N1-deild karla í vetur," segir í umfjöllun um Sigurgeir Árna. HK-ingurinn Bjarki Már Elísson og Akureyringurinn Bjarni Fritzson voru báðir í úrvalsliðinu í annað skiptið í vetur en hinir sex leikmenn úrvalsliðins voru að fá þessi verðlaun í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Úrvalslið umferða 15-21 í N1 deild karla í handbolta:Markvörður: Hlynur Morthens, ValVinstra horn: Bjarki Már Elísson, HKVinstri skytta: Ólafur Guðmundsson, FHMiðjumaður: Ásbjörn Friðriksson, FHHægri skytta: Ernir Hrafn Arnarsson, ValHægra horn: Bjarni Fritzson, AkureyriLínumaður: Orri Freyr Gíslason, ValBesti þjálfarinn: Kristján Arason og Einar Andri Einarsson hjá FHBesti varnarmaðurinn: Sigurgeir Árni Ægisson hjá FHBesta umgjörðin: FHBestu dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson
Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira