Innlent

Femínistar gagnrýna VG

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.
Það er ekki í anda fæðingarorlofslaga að víkja Guðfríði Lilju Grétarsdóttur úr embætti þingflokksformanns þegar hún koma til baka úr fæðingarorlofi og hlýtur að vera á skjön við stefnu Vinstri grænna í jafnréttismálum, segir í ályktun Femínistafélags Íslands.

Þar segir einnig að þessi ákvörðun grafi undan hugmyndum um jafnrétti og kvenfrelsi, sem liggi að baki fæðingarorlofslögum.

Stjórn Landssambands framsóknarkvenna tekur í svipaðan streng og segir að það veki furðu að stjórnmálaafl, sem sýnt hafi sig sem einn helsta talsmann raunverulegs jafnréttis, skuli ekki ástunda þau vinnubrögð sem það boðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×