Stórleikarinn Gyllenhaal í háskaleik á Eyjafjallajökli 12. apríl 2011 09:00 Jake og Bear Grylls voru alla helgina uppi á jökli með tökuliði frá True North að gera þátt fyrir Man vs. Wild. Nordicphotos/Getty Jake Gyllenhaal eyddi helginni í aftakaveðri uppi á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi í tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man vs. Wild sem ævintýramaðurinn Bear Grylls stjórnar. Þættirnir ganga út á að lifa af í ótrúlegum aðstæðum án utanaðkomandi aðstoðar og hafa þættir Grylls notið mikilla vinsælda, eru meðal annars sýndir á Channel 4 í Bretlandi og á Discovery Channel. Tilkynnt var um þátttöku Gyllenhaals á vefsíðu leikarans í byrjun mars á þessu ári og kom hann til Íslands beint frá Róm þar sem hann var að kynna kvikmynd sína, The Source Code. Gyllenhaal er ekki eina stjarnan sem hefur samþykkt að vera með í þessari frægðarfólks-útgáfu af þáttaröðinni en leikarar á borð við Ben Stiller og Will Ferrell munu einnig ganga í gegnum þolraunir. „Já, ég get staðfest að við erum með þeim Gyllenhaal og Grylls en ég vil ekkert tjá mig neitt frekar um málið. Þeir fengu allavega allt það villtasta og besta í íslenskri náttúru," segir Þór Kjartansson, framleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu True North, sem þjónustar tökuliðið uppi á jökli. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð til að ljúka tökum uppi á jökli í gærkvöldi. Það er auðvitað engin tilviljun að þetta svæði varð fyrir valinu. Eldgosið í Eyjafjallajökli lamaði alla flugumferð í Evrópu og víðar fyrir ári en Ísland fær ögn betri landkynningu í gegnum þessa þáttaröð því talið er að 1,2 milljarðar manna horfi reglulega á Bear Grylls og ævintýri hans úti um allan heim. Það er því ekkert skrítið að Gyllenhaal skyldi hafa látið lítið fyrir sér fara í Reykjavík um helgina. Hann klæddi sig upp fyrir tökurnar í verslun 66 gráður norður í Bankastræti og náði sér í mikilvæga næringu á Laundromat í Austurstræti. „Hann kom hingað tvisvar, á föstudagskvöldinu og laugardeginum og var bara alveg silkislakur," segir Steinn Einar á veitingastaðnum Laundromat. Gyllenhaal hefur því augljóslega ekki kviðið fyrir þeirri reynslu að fara upp á íslenskan jökul með ævintýramanni sem virðist ekkert hræðast. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
Jake Gyllenhaal eyddi helginni í aftakaveðri uppi á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi í tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man vs. Wild sem ævintýramaðurinn Bear Grylls stjórnar. Þættirnir ganga út á að lifa af í ótrúlegum aðstæðum án utanaðkomandi aðstoðar og hafa þættir Grylls notið mikilla vinsælda, eru meðal annars sýndir á Channel 4 í Bretlandi og á Discovery Channel. Tilkynnt var um þátttöku Gyllenhaals á vefsíðu leikarans í byrjun mars á þessu ári og kom hann til Íslands beint frá Róm þar sem hann var að kynna kvikmynd sína, The Source Code. Gyllenhaal er ekki eina stjarnan sem hefur samþykkt að vera með í þessari frægðarfólks-útgáfu af þáttaröðinni en leikarar á borð við Ben Stiller og Will Ferrell munu einnig ganga í gegnum þolraunir. „Já, ég get staðfest að við erum með þeim Gyllenhaal og Grylls en ég vil ekkert tjá mig neitt frekar um málið. Þeir fengu allavega allt það villtasta og besta í íslenskri náttúru," segir Þór Kjartansson, framleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu True North, sem þjónustar tökuliðið uppi á jökli. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð til að ljúka tökum uppi á jökli í gærkvöldi. Það er auðvitað engin tilviljun að þetta svæði varð fyrir valinu. Eldgosið í Eyjafjallajökli lamaði alla flugumferð í Evrópu og víðar fyrir ári en Ísland fær ögn betri landkynningu í gegnum þessa þáttaröð því talið er að 1,2 milljarðar manna horfi reglulega á Bear Grylls og ævintýri hans úti um allan heim. Það er því ekkert skrítið að Gyllenhaal skyldi hafa látið lítið fyrir sér fara í Reykjavík um helgina. Hann klæddi sig upp fyrir tökurnar í verslun 66 gráður norður í Bankastræti og náði sér í mikilvæga næringu á Laundromat í Austurstræti. „Hann kom hingað tvisvar, á föstudagskvöldinu og laugardeginum og var bara alveg silkislakur," segir Steinn Einar á veitingastaðnum Laundromat. Gyllenhaal hefur því augljóslega ekki kviðið fyrir þeirri reynslu að fara upp á íslenskan jökul með ævintýramanni sem virðist ekkert hræðast. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira