Innlent

Tryggði Haukum Íslandsmeistaratitilinn með ótrúlegri flautukörfu

Haukamaðurinn Kári Jónsson, leikmaður í 9. flokki karla, skoraði hreint út sagt ótrúelga flautukörfu og tryggði Haukum Íslandsmeistaratitilinn í 9. flokki karla árið 2011 um síðustu helgi.

Þegar aðeins fjórar sekúndur voru eftir leiddi Stjarnan úrslitaleikinn með tveimur stigum, 48-46. Haukamenn fengu innkast við miðju vallarins og Kári hljóp í átt að körfunni og skaut svo þriggja stiga skoti þremur metrum fyrir aftan þriggja stiga línuna. Og viti menn, boltinn fór ofan í og Haukar unnu leikinn 48-49.

Það var Fjölnir TV sem tók upp alla úrslitaleikina en hægt er að sjá þennan ótrúlega endi á körfuboltaleik í myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt.

Kári Jónsson, á ekki langt að sækja körfuboltahæfileika sína, því hann er sonur Jóns Arnars Ingvarssonar, eins af bestu körfuboltamönnum Hauka og fyrrum þjálfara félagsins.

Kári var valinn besti maður leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×